Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 90
90
enn sem komið er. t’eim, sem um málið hafa hugsað,
hefur að líkindum þótt hið útlenda fyrirkomulag lítt
framkvæmanlegt hjer eða menntun alþýðu viðunandi og
þörfin því eigi brýn, einnig sjeð, að torfærurnar eru
margar: fám mönnum á að skipa, er vel sjeu hæfir
til þess að kenna öðrum, hve erfitt þeir eiga með að
ferðast í þeim erindum sökum fjeleysis, strjálbyggðar
landsins og vegaleysis, þar sem að lokum er hæpið
að fá húsnæði, sem rúmi það heitir af áheyrendum.
förfin
á alþýðumenntun hjer er vafalaust eingu minni, ef ekki
meiri, en víðast hvar erlendis. Fáir fara utan, flestir
þekkja aðeins sitt hjerað og sveitúnga sína, bók-
menntirnar eru fátæklegar, blöðin lítilfjörleg. Jafnvel
hjer i Eyjafirði finnast heimili, þar sem eingin bók er
til að fám guðsorðabókum undanteknum, sem einginn
les, ekkert blað er keypt nje lesið, þar sem jafnvel
einginn þekkir Islendíngasögur hvað þá annað. Pví
miður mun þetta ekki einsdæmi og hjer má þó telja
menntunarástandið tiltölulega gott. Til þess að vekja
menn upp úr því andlega dái, sem fjöldi manna nú
er í, mundi fátt öflugra en hið lifandi talaða orð og
hin persónulegu áhrif, er fást ættu gegnum ísl. U. E.
Utlenda fyrirkomulagið
eins og það tíðkast erlendis með fleirum samháng-
andi fyrirlestrum og nokkurs konar skólasniði mundi