Árný - 01.01.1901, Page 91
91
allsendis óframkvæmanlegt hjer. Sjerstakar ræður
eða fyrirlestrar um valin efni mundi vera hið eina
framkvæmanlega. Auðvitað geta þeir ekki tekið yfir
mikið, en þó sje jeg ekki betur en að þeim gæti
orðið talsvert gagn, ekki síst, ef munnlegar samræður
gætu farið fram á eftir.
Húsakynnin
held jeg að sjeu auðfundin: kirkjurnar. þær standa
svo marga daga ársins gagnslausar að ekki væri
nema hæfilegt, þó þær væru einn dag að gagni.
Vafalaust amaðist einginn við því, þó þær væru
hafðar til þessa.
Hverjum er á að skipa
til þess að vinna að þessari munnlegu fræðslu fólks-
ins? I þessu sem öðru verður að tjalda því, sem til
er. Vjer höfum ekki háskólakennara til þess, þó það
sjeu þeir, sem starfið hafa á höndum ytra, en vjer
höfum eigi að síður fjölda allvel menntaðra manna,
sem velja mætti úr. Frá Höfn ferðast nú árlega all-
margir stúdentar heim til Islands og finna frændur
sína víðsvegar um land. Peir gætu orðið góðir liðs-
menn og sagt tíðindi utan úr heiminum. Stúdentar
frá Reykjavík dreifast árlega að sumrinu út um land
allt, þeir eru fjölmennur flokkur, sem mikið gæti
starfað. Kennarar við skólana í Reykjavík og ýmsir
aðrir fræðimenn þar eru ótaldir, en einnig hinn mikli