Árný - 01.01.1901, Síða 93
93
menn í stjórn eða framkvæmdarnefnd, þá sem því
litist vitrastir, giftusamlegastir og ötulastir. Mætti
einn vera úr flokki hinna ýngri manna, stúdent, sem
ekki hefði tekið próf, einn úngur kandídat og einn
eldri ráðinn og vitur borgari. Nefndir þessar ynnu í
samfjelagi, skiptu störfum milli manna, sem fúsir væru
að starfa í þessa átt, og raðaði þannig niður fyrir-
lestrunum að helst væri einginn landshluti eftirskilinn
á ári hverju. Ef unnt væri, ætti að halda fyrirlestur
í hverri sókn.
Til þess að geta betur tryggt sjer, að efni fyrir-
lestranna væri gott eða boðlegt, ætti stjórnin að
heimta efnisyfirlit hvers. fyrirlesturs og mætti þá vísa
þeim á bug, sem að áliti nefndarinnar væru efasamir.
A þennan hátt mætti bæta talsvert úr vandkvæðunum
við það, að úngir menn og lítt reyndir hefðu starfið
á hendi. Auk þess, sem fyr er talið, bæri stjórninni
að annast um það, að húsnæði fengist, að fyrirlestr-
arnir væru hæfilega auglýstir, hvert efni væri, hver
ræðumaður, hvar og hvenær ofl.
Arsrit.
Ef nokkuð gæti orðið úr framkvæmdum í þá átt,
sem jeg hef lýst, þá er sennilegast að flestir bestu
mennta- og framfaramenn vorir tækju þátt í starfinu.
Fjöldi fyrirlestranna mundi verða svo góður og vel
úr garði gjör, að sjálfsagt væri að láta prenta úrvalið.