Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 94
94
Við það fengist efni í stærra eða minna ársrit, sem
að líkindum seldist vel og ef til vill gæti orðið hreif-
íngunni fjármunalegur styrkur. Bestu fyrirlestrarnir
kæmu þannig fyrir augu almenníngs í stað þess að
vera þeim einum kunnir, er á þá heyrðu. Ef til vill
væri enn haganlegra að gefa fyrirlestrana út sem
sjerstök smáhefti, einn fyrirlestur í hefti. Gæti þá
hver keypt það, sem við hans hæfi væri.
Fasta stefnu
annað en það að vekja og fræða getur varla verið
að tala um í byrjun. Pegar fram í sækti, reynslan
fengist og stjórnirnar yxu í »visku og náð«, þá
mundu myndast smám saman vissar meginreglur, sem
jafnaðarlega væru hafðar fyrir augum. Benda má
þannig á eina sjálfsagða, þá að segja það eitt, sem
víst er og áreiðanlegt, og hætta sjer ekki í fyrirlestr-
unum út í það, sem miklum vafa er undirorpið, dag-
legt pólítiskt þref ofl. Fyrirlestrarnir þyrftu að fá það
orð, að þar væri sannleikurinn sagður, en ekki rángar
tilgátur um efasöm efni, það að minnsta kosti sögð
tilgáta, sem tilgáta er — — — «.
Petta er aðalkaflinn úr brjefi Guðm. læknis
Hannessonar. Kunnum honum fyrst þakkir fyrir þann
áhuga, er hann nú sem áður hefur sýnt, og lítum
svo á mál það, er hann hefur þannig beint til vor.
Pað kunna nú að vera skiptar skoðanir um, hvernig