Árný - 01.01.1901, Side 95
95
vjer lítum á málið og hvað vjer getum gjört í því;
jeg ætla mjer aðeins í fám orðum að lýsa skoðun
minni.
?að er auðsjeð á brjefi Guðm. læknis, að hann
hefur gagnhugsað málið og er kunnugur hreifíngunni
og mjer virðist svo sem sú aðferð, er hann bendir á,
sje nú í stað hin eina mögulega. Um fasta kennslu á
fleiri stöðum samtímis og í samhángandi fyrirlestrum
getur varla verið að ræða; strjálbyggð landsins er
of mikil til þess, áheyrendatalan of lítil en tilkostn-
aðurinn of mikill; þyrfti þá að launa sjerstaka kenn-
ara sitt á hverjum staðnum, en hvaðan ætti það kaup
að koma. Umgángskennsla er líklegri, því þá þyrfti
aðeins að launa fáa menn og borga ferðakostnað
þeirra, en hún kæmi þó líklegast ekki að fullu haldi, því
ekki gætu þessir fáu menn verið alstaðar nálægir
nje heldur talað um allt það, er menn helst mundu
kjósa. Hin brjeflega kennsla og heimalesturinn er
hvorttveggja erfitt í bráð, þó það kynni er til
lengdar ljeti að verða heppilegasta fyrirkomulagið á
Islandi sakir strjálbyggðarinnar. En heimalestur er
enn lítt mögulegur af þeirri ástæðu, að bækur þær,
er brúka þyrfti, eru flestar ósamdar, og á hinn bóg-
inn þyrftu þá þeir menn, er gæfu sig að þessari
brjeflegu fræðslu, líka kaup. Og hvaðan ætti það
fje að koma? Mundi alþíngi tilleiðanlegt til að leggja