Árný - 01.01.1901, Side 96
96
svo sem 5000 kr. í sölurnar á ári hverju til viðgángs
hreifíngunni, því minna mundi varla nægja handa svo
sem 4 mönnum úr höfuðgreinum vísindanna, og þyrfti
enda meira, ef þeir gætu ekkert annað stundað. Pað
væri gleðilegt, ef alþíngi vildi leggja þetta til, en
best er að byggja ekki vonir sínar á því. Pá er fyrst
um sinn tillaga Guðm. læknis sú, er helst kynni að
takast. En við hana er þó ýmislegt að athuga.
Skyldi hinir lærðu menn vera fáanlegir til að halda
þessa fyrirlestra, eða mundu þeir margir hverjir vera
svo stæltir á svellinu, að þeim væri treystandi til
þess? Jeg hygg nú, að hverjum þeim manni, sem
nokkur ár hefur verið stúdent og hefur haft einhvern
andlegan áhuga, að honum væri ætlandi að geta frætt
alþýðumanninn að einhverju leyti, og þá einkum um
efni úr sjálfs síns námi. En allflesta skortir að lík-
indum löngun og vilja til þess, og það er hann, sem
þarf að hvetja. Jeg dreg nú dæmi af oss, náms-
mönnum hjer í Höfn. Peir mundu flestir berja því við,
að bæði lángi þá nú ekki til þessa, og svo dragi það
tímann frá námi þeirra. Lystina mætti nú örva ef
til vill með einhverju móti, en um það síðar; hitt er hje-
gilja ein, að það dragi svo mjög frá náminu, því bæði
er nú það, að margfalt meiri tími fer hjá mörgum í
svo kallaðan slæpíngsskap, og annað hitt, að það er
til góðs eins, ef menn nenna að setja skipulega fram