Árný - 01.01.1901, Page 98
98
fað drægi, er jeg viss um, margan manninn. En
því yrði þá að vera svo fyrir komið, að þeir einir
hlytu þessi kjör, er hjeldu þessa fyrirlestra, og að
þau væru því betri, því fleiri sem fyrirlestrarnir væru;
væri sæmilegur ferðabaggi að hafa svo sem þrjá fyrir-
lestra í fórum sínum. A hinn bóginn þyrfti þá að
vera tryggíng fyrir því, að fyrirlestrarnir væru vel
úr garði gjörðir, og ættu þeir helst að vera samdir
fyrirfram og sýndir nefnd þeirri, er Guðm. læknir
leggur til að kjósa skuli. Nefndin ætti þá að hafa
vald á að bjóða mönnum kjör þau, er jeg nefndi, og
svo að einginn svíkist úr leik, ætti hún að boða
komu hans á prenti, hvar, hvenær og hvers efnis
hann hefði lofað að halda fyrirlestra. Til þess menn
skirrist nú ekki skilyrðin, ætti á annan veg ívilnun
sú í ferðakostnaði, er í boði væri, að vera heldur
rífleg, en á hinn bóginn kröfurnar ekki of miklar.
Mesta áherslu yrði að leggja á það, að fyrirlestrarnir
væru áreiðanlegir, ljósir og skilmerkilega samdir,
svo öllum væri vorkunnarlaust að skilja þá. Væri
og æskilegt, að fyrirlestrarnir væru fleiri en einn, ef
efnið væri stórt, og að á undan fyrirlestrinum færi
leiðarvísir sá, sem áður er um getið, en viðræðu-
stund væri höfð á eftir; með því einu mótinu má
búast við, að fræðslan komi að fullum notum.
En hvernig myndu viðtökurnar verða heima, hvar