Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 99
99
mundu húsakynni fáanleg, og hvenær skyldu fyrir-
lestrar þessir haldnir?
Jeg þekki ekki alþýðu manna heima nema á
stöku stað, helst við sjóinn, og jeg efa, að þeir muni
svo sólgnir í andlega fræðslu, nema ef vera skyldi
til að sefa forvitni sína. Til sveita mun námfýsi
meiri, en það þekki jeg ekki. Pó er allt undir því
komið, ef eitthvað á úr þessu að verða, að einmitt
alþýðumaðurinn sjálfur sýni mikinn áhuga og sje
hvatamaður hreifíngarinnar hvar á landi sem er, því
frá alþýðumanninum eiga einmitt óskirnar um efni
og innihald fræðslunnar að koma fyrst í ljós, og fái
tilraunin ekki góðan byr af hálfu alþýðu, er hún að
sjálfsögðu um koll keyrð.
En þá eru húsakynnin og staðirnir. Guðm.
læknir leggur það til að fá kirkjurnar. Eessi uppá-
stúnga er eftir voruin högum viturleg, en hverju
mundi kirkjustjórnin svara. Jeg gæti hugsað mjer,
að kirkjurnar yrðu lánaðar með því móti að lagt
væri haft á mál manna. Pað mætti liggja fjarri
öllum trúardeilum, og þó hygg jeg helst, að prestum
þætti t. d. margt í náttúrufræðinni miður frambæri-
legt á þeim helga stað. Oskandi væri, að íslenska
kirkjustjórnin væri svo frjálslynd að leyfa þetta;
eingum fyrirlestrarmanni mundi detta í hug að meiða
tilfinníngu manna með svæsnum orðum í garð trúar-
7*