Árný - 01.01.1901, Side 100
100
innar, einmitt á þeim stað, en á hinn bóginn mætti
heldur ekki vera neitt haft á máli manna, en allt
yrði að álítast sem frjálst orð af frjálsum vörum.
Vjer þurfum þó varla að gjöra því á fæturna fyrst
um sinn, að nota þurfi kirkjurnar, því ekki mun fyrst
í stað reynt að koma á reglubundinni fræðslu nema
í kauptúnum og þar sem fjölmennast er til sveita og
annaðhvort samkomuhús eða þínghús.
y
Fengjust kirkjurnar og enda hvort sem er, yrði
líklegast að halda fyrirlestrana á sunnudögum eftir
messu. Annan tíma hafa menn naumast aflögu á
sumrin frá vinnu sinni, og til sveita eru kirkjugöngur
eina tækifærið, er menn koma almennt saman. I
kaupstöðum er öðru máli að gegna og mætti halda
þar fyrirlestrana eftir vild og að kvöldi dags, er
menn væru hættir vinnu sinni. Alveg er jeg viss
um, að fyrirlestrar þessir yrðu, þegar fram í sækti,
alþýðu manna að þeirri lífsnauðsyn, er þeir mættu
ekki án vera, en mikið er þó komið undir, að fyrir-
lestrarmaður sje fjörugur í anda og ræður hans vel
valdar að efni.
Hvernig eigum vjer þá að stíga fyrstu skrefin.
Hyggilegast þykir mjer að byggja hvorki vonir sínar
á alþíngi nje kirkjustjórn Islands. Menn ættu að
bindast frjálsum samtökum um þetta um land allt
og tengja það við eitthvert fjelag eins og t. d.