Árný - 01.01.1901, Page 102
Nokkur forngrísk kvæði.
Pýdd úr frummdlinu.
SEIÐKONURNAR.
Eftir Peokrítos.
Efni kvæðisins. — Símaiþa hefur feng;ið ást á Delfis og
heppnast að ná ástum hans. Gengur það allt vel um hríð, en
svo fer Delfis að hætta komum sínum til hennar og hún fær pata
af því, að hann elski aðra. Símaiþa eflir þá að honum seið til
þess að ná ástum hans aftur. Með þernu sinni, f’estýlis, fer hún
um nótt út fyrir borgina og sest þar að á krossgötum. Túngl
skín í heiði. Hún kveikir upp eld og setur skál yfir; þar sýður
hún töfragrösin og býr til ástadrykk úr salamöndrum. Hún hefur
töfrafugl með sjer og bindur hann við eirhjól. Þegar fuglinn
hreifist snýst hjólið, og við hvern snúníng tötrahjólsins á Delfis
að dragast nær hjarta hennar. Hún ákallar Selenu, mánadísina,
sjer til hjálpar og kýngisgyðjuna Hekötu, og þykist finna návist
hennar. Margt fremur hún til að magna seiðinn og loks sendir
hún Uestýlis á stað með töfragrös til að kreista þau við dyrastaf
húss þess, er Delfis býr í. Eegar ambáttin er farin, fer hún að
rifja upp fyrir sjer harma sína og segir frá öllum samvisíum sín-
am við Delfis. Hún ákallar Selenu og biður hana að heyra um
ástir sínar og hjálpa sjer. Hún verður ákafari og ákafari og
hótar að drepa Delfis, ef seiðurinn hrífi ekki. Endar kvæðið með
hátíðlegri kveðju til mánadísarinnar.