Árný - 01.01.1901, Page 103
103
I estýlis, komdu með kyngigrösin smá!
Lárviðargreinarnar láttu mig fá!
Hnýttu svo þræðinum, þræðinum rauða,
um skálina bálinu blikandi á!
Pann sem jeg elska og ángrar minn huga
ætla’ eg með töfrum að fjötra og buga.
I tólf daga hefur hann, það henti ei fyr,
heim til mín ei komið og knúið mínar dyr;
hvort hann sje lifandi, hvort hann sje dáinn,
um það hið harmþrúngna hjarta mitt spyr;
eða ætli hans hverfula ást muni reika
til annara kvenna og blíðu og leika?
A morgun í býti jeg að finna hann fer
í fimleikaskálanum hans Tímagets hjer
til þess að sjá hann og til þess að ávíta’ hann
fyrir það böl, sem hann bakaði mjer.
Við mig skal jeg binda’ hann með mögnuðum seiðum!
Mánadís, skín þú á bjarthimnaleiðum!
Jeg kalla’ á þig, friðsæla, draumhýra dís!
Hekata, þig líka til hjálpar jeg kýs!
Töfranna drottníng, töfranna drottníng,
heyr mína bæn og úr húminu rís!