Árný - 01.01.1901, Side 104
104
Nötra og skjálfa þá hundar, er heyra
að heldur þú frara yfir grafir og dreyra.
Sæl vertu Hekata, myrkra drottníng dýr!
Hjálpa mjer að ná því er hugann ei flýr!
Magnaðu seiðinn, magnaðu seiðinn,
magnaðu kraftinn, sem í grösunum býr!
Gjörðu ei daufari grösin mín styrku
en gullhærðrar Perímedu, Medeu’ og Kirku1).
Töfrafugl, dragðu’ hann, dragðu’ hann heim til mín,
sveininn minn hinn dýra, dragðu’ hann heim til mín!
Byggkornum strái’ jeg fyrst á bálið skæra þá;
láttu kornin, Pestýlis, logana á!
Hvað ertu’ að hugsa, þú ambáttin arma?
Ertu líka’ að hæða mig, helvísk og flá?
Segðu’ er þú stráir — það styrkja skal meinin—:
»Nú strái jeg, Delfis, á hold þitt og beinin!«
Töfrafugl, dragðu’ hann, dragðu’ hann heim til mín,
sveininn minn hinn dýra, dragðu’ hann heim til min!
Delfis mig ángraði’ og Delfis skal ei rótt,
jeg seiði’ hann með lárgrein, er jeg legg á bálið hljótt;
eins og hún funaði, eins og hún brakaði,
öskulaus brann og var horfin svo fljótt,
’) Nafnkunnar grískar seiðkonur.