Árný - 01.01.1901, Page 105
105
þannig skulu’ um Delfis logarnir leika,
læsa sig og brenna holdið hið veika.
Töfrafugl, dragðu’ hann, dragðu’ hann heim til min,
sveininn minn hinn dýra, dragðu’ hann heim til mín!
Sem vaxmynd þessa’ eg bræði með bálefldum seið,
bráðni’ af ást hann Delfis frá Myndos um leið;
sem eirhjólið þýtur, sem eirhjólið þýtur,
er Afrodíta1) snýr því, fögur og heið,
þannig hann snúist frá þóttanum sínum,
þeytist í skyndi að húsdyrum mínum.
Töfrafugl, dragðu’ hann, dragðu’ hann heim til mín,
sveininn minn hinn dýra, dragðu' hann heim til mín!
Smælkinu Artemis2) þrúðvöld fórna’ eg þjer,
þú mátt hræra stálið og allt, hvað hart sem er. —
Pestýlis, heyrirðu! Pestýlis heyrirðu!
Ylfrar í borginni hundanna her!
Nú mun gyöjan kýngisríka’ um krossgötur bruna,
klíngjandi eirbumbu fljótt láttu duna.
Töfrafugl, dragðu’ hann, dragðu’ hann heim til mín,
sveininn minn hinn dýra, dragðu’ hann heim til mín!
*) Ástagyðjan gríska.
s) Veiðigyðja; hjer eins og oft á síðari öldura skoðuð sem
Mánadís = Selena, sem líka var dýrkuð af seiðmönnum.