Árný - 01.01.1901, Síða 106
106
Pögnuð er aldan, er þeysti mót strönd,
þagnaðir vindar, er bljesu yfir lönd,
aldregi þagnar, aldregi þagnar
ástin í brjóstinu’ er brennir mína önd.
Af ást til hans brenn jeg, þess eina’ er mig vældi
og ekki mjer kvæntist, en glapti og tældi.
Töfrafugl, dragðu’ hann, dragðu’ hann heim til mín,
sveininn minn hinn dýra, dragðu’ hann heim til mín!
Prisvar færi’ eg dreypifórn og þrisvar segi’ um leið —
bænheyr mig drottníngin himnanna heið —:
Hvort sem hann hvílir hjá mev eða manni
gleymi’ hann þeim ástum við öflugan seið;
gleymi, sem Peseifur gleyma nam forðum
gullhærðri Aríöðnu á Díeyjarstorðum1).
Töfrafugl, dragðu’ hann, dragðu’ hann heim til mín,
sveininn minn hinn dýra, dragðu’ hann heim til mín!
Astagras mun vaxa hjá Arkadaþjóð,
í öllum er bragða það funa mun blóð,
') lJeseifur konúngsson fri Aþenuborg drap óvættinn Míno-
tauros í völundarhúsinu á Krít; komst hann inn og út aftur með
hjálp Aríöðnu konúngsdóttur, er hafði fengið ást á honum. Flutti
hann hana heim með sjer, en á leiðinni skildi hann hana eftir
sofandi á Díey. Vínguðinn Díonýsos sá hana þar og kvæntist
henni síðar. Sbr. Stoll b!s. 189—190.