Árný - 01.01.1901, Page 107
107
folarnir stökkva og hryssurnar hlaupa
hamslausar af losta um reginfjallaslóð;
þannig vildi’ eg Delfis líta hlaupandi, hylltan
heim til mín úr fimleikaskálanum trylltan.
Töfrafugl, dragðu’ hann, dragðu’ hann heim til mín,
sveininn minn hinn dýra, dragðu’ hann heim til mín!
Skúfinn, sem af kápunni’ hans Delfisar datt,
sundur jeg reiti á seiðbálið glatt.
Vei mjer! 0 Eros, þú ástguðinn bölvaði,
því til að bana mjer brunarðu hratt?
Pví beistu þig fastan sem blóðsugu’ á hjarta
og blóðið mitt sýgur, hið heita og svarta?
Töfrafugl, dragðu’ hann, dragðu’ hann heim til min,
sveininn minn hinn dýra, dragðu’ hann heim til mín!
Ur salamöndrum ástadrykk brugga’ eg og bý,
gef honum á morgun og geði hans sný;
Pestýlis, tak þessi töfragrös og kreistu þau
við dyrastaf hússins, sem Delfis býr í;
skirptu um leið — nú á tímann jeg treysti —
og tautaðu: »Delfis, jeg beinin þín kreisti!«
Töfrafugl, dragðu’ hann, dragðu’ hann heim til mín,
sveininn minn hinn dýra, dragðu’ hann heim til mín!
Nú er hún farin og nú er jeg ein —
hvernig skal jeg harma mitt hjartans mein?