Árný - 01.01.1901, Page 108
108
Hvar skal jeg byrja? Hver mjer það veitti?
Hvernig læstist eldurinn um hold mitt og bein?
fað var á skrúðgöngunni skrautlegu, er sprundin
skunduðu með körfur í Artemislundinn1).
Par var hún Anaxó Eubúlosdóttir,
ógurleg ljónsynja og villidýragnóttir.
Heyrðu nú Selena, drottníngin dýr,
hvaðan kom ástin sem í brjósti mjer býr.
I’rakverska barnfóstran Peukarídas hjá
grannkona mín sáluga, sagði mjer frá,
bað mig að fylgja sjer, bað mig að koma
og skrúðgönguna heilögu horfa svo á.
Vesalíngs jeg! Og svo fór jeg í fínum
fallega, dragsíða kyrtlinum mínum;
glitofnu kápuna’ hennar Klearistu’ eg lagði
um klæðin mín ysta og fylgdi’ henni að bragði.
Heyrðu nú Selena, drottníngin dýr,
hvaðan kom ástin, sem í brjósti mjer býr.
Pegar við gengum um götuna hjá
húsinu’ hans Lýkóns, mjer litið var á
') Slíkar skrúðgöngur voru altíðar hjá Grikkjum til heiðurs
guðunum. Úngar meyjar af göfugum ættum báru körfur á höfð-
um sjer með fórnargjöfum. Dýrin, sem fórna átti, voru líka leidd
með í göngunni. Konúngarnir í hinum grísku ríkjum á Egyfta-
landi og Sikiley gjörðu slíkt allt mjög skrautlega úr garði.