Árný - 01.01.1901, Síða 109
109
Delfis og Eudamippos; úti á strætinu
gengu þeir saman svo glæstir að sjá;
meir mundu brjóst þeirra skínandi skarta
en skinið þitt, Selena, fagra og bjarta;
frá fimleika hjeldu þeir heilnæmu striti,
á hárdún á vánga brá gullroðaliti.
Heyrðu nú Selena, drottníngin dýr,
hvaðan kom ástin, sem í brjósti mjer býr.
Pegar jeg sá hann jeg þegar varð óð,
þegar læstist ástin um hold mitt og blóð,
fegurð mín bliknaði, fölnaði’ eg auma,
um skrúðgönguna hirti’ ei hið fársjúka fljóð;
ekki veit jeg hvernig jeg heim komst um síðir,
hröktu mig visnandi sjúkdómar stríðir;
dagana lá jeg svo tíu að mjer taldist
og tíu lá jeg nætur í rúminu’ og kvaldist.
Heyrðu nú Selena, drottníngin dýr,
hvaðan kom ástin, sem í brjósti mjer býr.
Falla tók af höfðinu hárið mitt sítt,
♦
hörundið oftlega gulnaði hvítt,
skjótt varð jeg ekkert nema skinnið og beinin;
ástin mig kvaldi og ángraði strítt.
Hver er sú seiðkona’, er heim jeg ei sótti,
er hugði’ eg að vinna’ hann með töfranna þrótti ?