Árný - 01.01.1901, Síða 111
111
Iskaldur hrollur fór um mig um stund,
af enni rann svitinn sem döggin á grund,
jeg gat ekki talað, já trauðla sem börnin
við hjartkæra móður sína hjala í blund;
hvítnaði’ og stirðnaði hörundið mjúka,
hvíldi’ eg sem vaxmynd með öndina sjúka;
til mín leit sveinninn hinn svikuli’ í lundu,
svo leit hann niður og starði á grundu.
Heyrðu nú Selena, drottníngin dýr,
hvaðan kom ástin, sem í brjósti mjer býr.
I legubekkinn settist hann og sagði um leið:
»Sigrað mig hefurðu, vina mín heið,
fram úr mjer hljópstu og fljótari varstu,
fljótari’ að renna ástanna skeið;
líkt og jeg hljóp fram úr Fílínosi fríða
fram úr mjer hljópstu, Símaiþa blíða,
fyrri varstu’ að bjóða og fyrri að veita,
fyrri en jeg til að koma og leita«.
Heyrðu nú Selena, drottníngin dýr,
hvaðan kom ástin, sem í brjósti mjer býr.
»Hefðirðu’ ekki boðið mjer, þá hefði jeg komið þó,
það sver jeg við ástina’, er ei mjer gefur ró,
með þremur eða fiórum hefði eg kunníngjum komið
um kvöldið er myrkri á göturnar sló;