Árný - 01.01.1901, Page 112
112
borið jeg hefði i barminum mætu
Bakkosargjöfina, eplin hin sætu1),
með Heraklesi vigðan hvítasparsveiginn2)
á höfði með purpuraböndunum dreginn«.
Heyrðu nú Selena, drottníngin dýr,
hvaðan kom ástin, sem í brjósti mjer býr.
»Hefðirðu sinnt mjer, ó sæll var jeg þá, —
menn kalla mig þó fráan og fagran að sjá, —
hefðirðu kysst mig, ó hefðirðu kysst mig,
ánægður hefði jeg haldið þjer frá;
en hefðirðu burtu mjer hrundið og þokað
og hurðinni með slagbröndum fastlega lokað,
komið jeg hefði með kyndlana skæra
og komið með axir að brjótast til þín kæra«.
Heyrðu nú Selena, drottníngin dýr,
hvaðan kom ástin, sem í brjósti mjer býr.
»Astadís heilagri inna þakkir ber,
og næst á eftir ástadís, ástmeyja, þjer;
hálfbrenndan dróstu mig úr bálinu bjarta
er bauðstu mjer að koma og finna þig hjer;
*) Að gefa úngri stúlku epli þýddi hjá Grikkjum hið sama
sem að tjá henni ást sína. Bakkosi voru aldinin líka helguð. —
2) Herakles var vemdarguð fimleikamanna og báru þeir því oft
sveig af trje því sem honum var helgað.