Árný - 01.01.1901, Page 113
113
heitur og brennandi’ er Erosar1) eldur,
oftlega’ hann skærari bálinu veldur
bæði hjá höldum og hýrlegum meyjum
en Hefaistos2) sjálfur á Líparaeyjum3)«.
Heyrbu nú Selena, drottníngin dýr,
hvaðan kom ástin, sem í brjósti mjer býr.
»Hin æðandi þrá spillir úngmeyjar frið,
— þýtur hún að heiman og þolir ei við —
og nýgifta fljóðsins, sem nýlega’ er risið
úr sænginni volgri frá hollvinar hlið«.
Þannig hann talaði; jeg trúði að bragði,
tók í hans hönd og í rúmið mig lagði
mjúka og hann síðan hlið mína við.
Vermdist nú hörund við hörund þar fljótt,
heitara’ í framan nú varð okkur skjótt,
blíðlega hvísluðum, hjöluðum saman
hljóðlega’ og þýtt þessa indælu nótt.
Ekki skal fleiri’ um það orðunum farið,
unnum við það sem að mest er í varið,
Selena kær, og oss svöluðum ótt.
‘) Eros, ástaguð Grikkja. — 2) Hefaistos, eldguð og smíða-
guð.— 3) Á Líparaeyjum eru eldfjöll mikil; undir þeim var sögð
smiðja Hefaistosar og átti eldurinn að stafa af því.
8