Árný - 01.01.1901, Page 114
114
Pángað til í gær hann ei gjörði mót mjer,
aldrei jeg hann lastaði nje líkaði’ hann ver;
en núna í morgun þá kom til mín kona,
móðir þeirra Sámseyjarsystranna hjer;
Melixóar og hennar Fílistu fríðu,
sem fallega leikur á pípurnar þíðu;
frjett hún mjer sagði, sem ógurleg er.
Drógu þá hestar upp á himininn blá
rósfíngraða Eós1) úthafi frá —
margt sagði hún annað, en mest var þó þetta,
að Delfis, hann ángraði elska og þrá;
hvort að það væri nú sveinn eða svanni
sem að hann elskaði’, hún vissi’ ei með granni,
en svo mikið kunni’ hún að segja mjer frá.
Vínið í gærkvöld í veislunni hjer
óblandað2) hafði hann æ handa sjer,
drakk svo þess minni, er hann ákafast elskaði,
æddi svo burtu, og guð veit hvað hann fer.
Dyr hennar, er ynni hann með ástina stríða,
ætla hann sagðist með blómsveigum skrýða. -—
Sannsögul er konan, sagði hún þetta mjer.
þ Eós er gyðja morgunroðans. — 2) Grikkir drukku vana-
lega vín sem blandað var vatni.