Árný - 01.01.1901, Síða 115
115
Daglega’ hann mig þrisvar og fjórum sinnum fann,
olíubaukinn* 1) hans oft jeg geyma vann,
tólf daga lánga, tólf daga lánga,
komið hann hefur ei heim í minn rann.
Ætli hann burtu til annarar sveimi,
ætli’ hann við nýju faðmlögin gleymi
mjer, sem hann glapti, sem enn honum ann?
Með seiðnum mun jeg binda þig; búirðu mjer
enn meiri sorgir, þá segi jeg þjer,
þá skaltu berja að Hadesarhliðum2) —
við örlaganornirnar sjálfar það jeg sver.
Kröftug á jeg grösin í kistunni minni,
kannske þau vinni á æskunni þinni,
jeg keypti þau af assýrska karlinum hjer.
Skínandi fákunum haltu nú heim,
hugglaða drottníng í úthafsins geim;
ber jeg sem áður, ber jeg sem áður
ástríður mínar og uni með þeim.
Vertu nú sæl, þú Selena glaða,
sælar þið stjörnur, er vagninum hraða
næturinnar friðsælu fylgið á sveim.
') Við fimleikaæfíngar, einkum glímur, voru Grikkir berir og
smurðu sig þá alia með viðarolíu til að vera mýkri og sleipari
átöku fyrir mótstöðumanninn. — 2) Hades var guð dauðra ríkis
i undirheimum.
8*