Árný - 01.01.1901, Page 116
116
AMARYLLIS
eða Kveldlokkur geitsmalans.
Eftir Peokrítos (Id. 3).
0
Astljóöin flyt jeg nú Amaryllis minni en úti um hlíðar
geiturnar mínar svo fráar og fríðar
eru á beit og eftir þeim Títýros ætlar að líta —
Títýros, ljúfurinn, láttu þær rólega bíta.
Láttu þær halda að lindinni hjer og hann Líbýu-Móra
graðhafurinn þann gulleita, stóra,
stattu’ ekki of nærri’ honum strákur minn, svo hann
stángi þig ekki,
vís er hann til þess ef nokkuð þrælinn jeg þekki —.
Seg mjer af hverju, Amaryllis, aldrei þú á mig
nú kallar,
mig sem þó elskar þig meir en þær allar?
Rví gægistu’ ei oftar úr skútanum hjerna, skýlinu fríða?
Ertu þá farin að hata mig, hjartað mitt blíða?
Er máske nefið á mjer nú orðið kubbslegt er nær
þú það lítur
eða tranast fram hakan og tánngarður hvítur?
Elsku hjartað mitt, ætlarðu að láta mig ángrast
og deyja,
á jeg af harmi að hengja mig, helkalda meyja?