Árný - 01.01.1901, Page 117
117
Líttu nú á, því aö hjer eru epli’ er jeg hef þjer
aö færa,
þau eru tíu, taktu þau kæra,
öll jeg fjekk þau þars fá þau þú baðst mig, jeg
fer þángað líka
á morgun og færi þjer aftur ávexti slíka.
Lægðu í mjer blossann; nú brennur mitt hjarta;
ó bara’ að jeg gæti
býflugan orðið með suðandi kæti,
þá skyldi’ eg smjúga gegn bergfljettublöðin og
burknana græna
inn í þinn helli, mín indæla ástmeyjan væna.
Nú fyrst veit jeg hvað ástguðinn er, sem er öllum
svo þúngur,
sá hefur ljónsynju sogið sem úngur,
í eyðiskóg fóstrast af æðandi móður öllum að meini,
hann sem að læsist um hold mitt og allt inn
að beini.
Fráneyga mærin mín kolbrúna, kletthörð við kvöl-
unum mínum
gef þig að, vef þig að geitsmala þínum,
geitsmala þínum, svo kyssi hann þig kæra er af
kærleik hann blossar,
ástin er sæt þó hún ekki sje meira en kossar.