Árný - 01.01.1901, Page 118
118
Bergfljettusveiginn er ber jeg til þín mín brúðurin mæta
á jeg hann sundur í agnir að tæta?
Amaryllis heyrðu og horfðu nú á hve jeg hefi hann undið
með rósum og ilmandi bláfjólum bundið.
Aumíngja jeg, hvað á jeg að gjöra? Pú ansar
mjer þeygi —
jeg hendi af mjer kápunni’ og í hafið mjer fleygi,
frá klettinum þar sem hann Olpis er að síldtorfum
úti’ er að gæta,
þar mun jeg deyja og fregnin mun kannske þig kæta.
Svefngrasið hárauða er hjerna’ eg um daginn á hand-
legg mjer lagði
og spurði hvort þú ynnir mjer, satt mjer þá sagði,
það hvall ekkert í því er á það jeg sló en á arm-
inum lá það
hljóðlaust og þurrt og var eins og visið að sjá það1).
Hún Grojó er spáir í sáldin hún sagði mjer sann-
leikann ríka
og Paraibatis, sú prettanorn, líka,
hún sem töfragrös tínir, hún sagði að jeg tærðist af ama
og ástum til þín, en að alveg þjer stæði á sama.
*) Til að spá um ástir, lögðu menn svefngras á vinstri hand-
legg og slógu svo flötum lófanum á það, Ef hvall í því, þótti
það góðs sterki.