Árný - 01.01.1901, Síða 119
119
Tvíkiðja únggeit jeg ætlabi þjer, en Eriþakis fríba,
dóttir hans Mermnóns, hin blakkleita’ og blíða,
biður mig um hana’, og best er hún fái þá bænina sína,
fyrst að þú hirðir ekkert um ástina mina.
Tar kipraðist eitthvað í auganu hægra á mjer —
ætli jeg fái
aftur að sjá hana’, er elska eg og þrái?
Hjer upp að furunni halla jeg mjer og hjer sýng
jeg meira,
úr stáli er hún ei, og því mun hún horfa og heyra.
Hippomanes1) átti á hlaupi að keppa við hana er
hann þráði,
eplunum henti’ hann og henni hann náði,
en Atalanta hin þrautgóða, þegar hún sá hann þá
þegar hún æstist,
djúpt inn í brjóst hennar ástin hin æðandi læstist.
Melampús2) spámaður hjarðir rak heim að heilögum
grundum
Pýlosar ofan úr Oþrýsfjallslundum,
!) Hippomanes bað hinnar fótfráu veiðimeyjar Atalöntu, en
hún vildi aðeins giftast þeim er ynni hana á hlaupi. Afrodíta
gaf Hippomanesi þá gullepli, og kastaði hann þeim fram fyrir
Atalöntu, en hún laut eftir þeim og hægðist þá rásin, svo Hippo-
manes vann. — 2) Neleifur Pýloskonúngur vildi eingum gefa dóttur