Árný - 01.01.1901, Page 120
120
því hvíldi síðan Bías við barm hins broshýra fljóðsins
móður Alfesíboiu, ágæta jóðsins.
Sat yfir fjenu hann Adónis úngi uppi í hlíðum,
Afrodíta sjálf kom með ástmálum blíðum —
varð hún ekki óð af ástunum líka er ískaldan náinn
vafði hún að brjósti sjer, ástgyðjan Adónis dáinn?
Ofundsverður er Endymion1) sem i eilífum blundi
sefur og dreymir þá sælustu fundi,
þó jeg öfunda Iasíón2), mín ástvina meira,
svo mikið hlaut hann, að óvígður einginn má heyra.—
Mjer er illt í höfði; þú metur mig einskis, og meir
sýng jeg eigi,
niður í grasið jeg flötum mjer fleygi;
ligg þar svo einn, uns úlfarnir sundur mig æðandi tæta,
það mun þjer ljúfara að líta en hunángið sæta.
sína nema þeim er gæti rekið nautahjarðir Ifiktosar ofan af Oþrýs-
fjalli. f'að gerði Melampús fyrir Bías bróður sinn, sem fjekk
svo konúngsdóttur. — *) sem Mánadísin heimsótti í hellinum á
nóttu hverri og kyssti sofandi. — 2) var ástvinur Demetrar akur-
yrkjugyðjunnar. Var skýrt frá ástum þeirra í leyndarhelgi hennar.