Árný - 01.01.1901, Page 122
122
til Kekropsniðjanna1) karlmennskuþjóða,
kyrt þar og rótt
virða menn leyndardómshelgina2) hljóða.
Musteri tekur þar mætt
móti hinum vígðu á hátíðum dísa,
hátt móti loftinu hofin þar rísa,
hefur þau klætt
þjóðin með gjöfum, er guðrækni lýsa.
Skrautlegir skarar um bæ
í skrúðgöngu að ölturum guðanna fríðum
heilagri fara með fórnunum blíðum
fljetta þeim æ
blómsveiga’ í hita og blómsveiga í hríðum.
En þegar vaknar þar vor
vaknar þar indælust Bakkhosar kæti,
hreimfögur, dillandi dansflokka læti
dunandi spor,
draumþrúnginn hljóðpípuhljómurinn sæti.
‘) Svo nefndust Aþenumenn af Kekrops konúngi forföður
sínum. — 2) Hjer er átt við leyndarhelgina í Eleusis, til heiðurs
akuryrkjugyðjunni Demeter og undirheimagyðjunniPersefóne, dóttur
hennar. Auðvitað gátu aðeins þeir, sem sjerstaka vígslu höfðu
hlotið, verið við leyndarhelgina, og hver sá, er sagði frá því, er
þar fór fram týndi lífinu.
Sigfús Blöndal