Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Side 1

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Side 1
Landstjórn. Landstjórnarmálefnum íslandshefur eigtþokað mikið á- fram næstliðið ár. íslendingar hafa enn orðið að bíða stjórnar- bótar þeirrar, er þeir hafa þráð svo langa hríð og barizt svo mjög fyrir, en eigi fengið; en þeir hafa þó eigi gefizt upp eða látið neitt undan f þessu máli, heidur þvert á mót harðnað og stælzt við hverja mótspyrnu, er þeir hafa orðið fyrir; aldrei hefur borið á jafnmegnri óánœgju meðal íslendinga, bæði með allt stjórnarfyrirkomulagið og sömuleiðis með einstakar stjórnar- alhafnir, eins og næstliðið ár, og aldrei hafa þeir orðið jafnharðir i rœðu og riti um þessi efni; á hjeraðafundum og mannamótum hefur orðið mjög tíðrcett um gjörræði hinnar dönsku stjórnar gagnvart íslandi, og er það örsjaldan, að nokkur hefur mælt í móti og reynt að verja aðgjörðir hennar; blöðin hafa eigi heldur þagað við þessum málum, en borið þungar sakir á stjórnina og lokið hinu harðasta áfellisatkvæði á athafnir hennar að fornu og nýju; sakargiptir þær, er íslendingar bera á stjórnina, eru Ijós- ast og skýrast teknar fram í ritgjörð einni eptir Jón Sigurðsson, er kom út í «Nýjum fjelagsritum* næstliðið ár, og var nefnd • prjónakoddi stjórnarinnar». í erlendum blöðum, einkum norsk- um og þýzkum, hefur einnig næstliðið ár verið tekinn málstaður íslendinga gegn hinni dönsku stjórn, en þar á mót hafa Danir reynt að bera hönd fyrir höfuð sjer og verja aðgjörðir stjórnarinnar í dönskum blöðum. Frá því er sagt í fyrraárs frjettum, hver urðu úrslit stjórn- armálsins á síðasta alþingi. Tillögur þingsins um mál þetta voru nú eigi teknar til greina heldur en fyr, en þar á mót var nokk- uð breytt hinni œðstu valdstjórnarskipun, en á annan hátt en þingið hafði lagt til. Þingið hafði lagt það til, að skipaður yrði yfir ísland landstjóri með ábyrgð fyriralþingi, eða þá kon- unglegur umboðsmaður, sem tœki sjer ráðherra, er hefðu ábyrgð fyrir alþingi. Þetta gat konungur eigi fallizt á, en eptir tiliögu Iögstjórnarráðherrans stofnaði hann með úrskurði l

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.