Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Page 16

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Page 16
16 ATVINOTJVEGIR um, að sláturfje væri venju fremur ullarlítið. D ý r b i t i ð fje var i færra lagi, og þykir af því mega ráða, að tóur sjeu farnar að fækka, enda hefur allmikið af þeim verið drepið með eitri. Af sóttum á sauðfjenaði má fyrst nefna fjárkláðann; eigi hefur enn tekizt að útrýma honum, og helzt hann við á sínum gömlu stöðvum; hefur hans orðið vart við og við, einkum í Mosfellssveit syðra. Bœndur í heilbrigðu hjeruðunum kringum kláðasvæðið hafa aptur og aptur kvartað undan vogest þessum, og skorað á yfirvöidin að gjöra gangskör að því, að útrýma 'non- um, en yflrvöldin hafa álitið, að ótti bœnda væri ástœðulaus, og að þeir ímynduðu sjer kláðann miklu megnari og saknæmari en hann í raun rjettri væri; raunar buðu þau að baða hið sjúka og grunaða fje, en það var eigi gjört nema sumstaðar. Dýralæknir hefur og verið haldinn í Reykjavík með miklum kostnaði (600 rd. launum), en bœndur hafa kvartað um að kláðalækningar hans kœmu að engum notum. Tilraunir þær, er beendur í hinum heilbrigðu hjeruðum umhverfis kláðasvæðið gjörðu til að útrýma kláðanum, lutu sumpart að því, að verja sitt fje fyrir honum, en sumpart að því, að eyða honum sjálfum. Á hjeraðsfundi í Rangárþingi, er haldinn var á Stórólfshvoli í Hvolhrepp 21. maí, samþykktu Rangæingar að ganga í lið með Árnesingum og Borgfirðingum til að verjast og útrýma kláðanum, bæði með því að fá sem flesta hjeraðsbúa til þess að taka þátt í varðkostnaði, og sömuleiðis með því að fá þá til að skuldbinda sig til að láta enga sauðkind frá sjer inn á grunaða svæðið. Á hjeraðsfundi, er Árnesingar hjeldu á Húsatóptum á Skeiðum 24. ágúst, bund- ust þeir að nýju samtökum um það, að láta enga kind af hendi inn fyrir varðlínuna fyr en hver kind væri skorin niður á kláða- svæðinu sjálfu; ætluðu þeir þannig að neyða eigendur hins grunaða fjár til að skera niður allt fje sitt; jafnframt skoruðu þeir á þá, að gjöreyða öllu fje sínu, og buðu þeim aptur fjár- stofn með vægu verði, svo að þeir biðu sem minnst tjón af nið- urskurðinum. Á fundum, er Árnesingar hjeldu síðar um sum- arið, var þetta endurnýjað, og skoruðu þeir á þingmann Gull- bringusýslu, að stefna til sameiginlegs fundar til að leita sam- komulags um þessi mál; hann gjörði svo, og var fundur hald- inn í Hafnarfirði 7. nóvember; umboðsmenn Árnesinga hjeldu því fast fram, að niður væri skorið, en eigendur fjárins synjuðu

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.