Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 22

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Blaðsíða 22
22 ATVINNUVEGIR. þess hörðu hornauga. Skip þetta fór margar ferðir um sumarið milli Norvegs og íslands, og fór í hverri ferð, er það kom til ís- lands, kringum land milli allra þeirra staða, er samlagið hafði verzl- unarviðskipli við, en þeir voru: Reykjavík, Hafnarfjörður, Stykk- ishólmur, Flatey, ísafjörður, Borðeyri og Grafarós. En hjer fór eigi svo vel sem á horfðist; verzlun samlagsins gekk að ýmsu leyti ógreiðlega, og urðu gufuskipsferðirnar því œrið koslnaðar- samar ; svo kom og upp ósamþykki milli samlagsmanna; allt þetta ieiddi til þess, að skipið var eigi sent til íslands um haustið svo sem róð var fyrir gjört, og urðu bæði fulltrúar þeirra, og eins liin íslenzku verzlunarfjelög, er höfðu viðskipti við samlagið, að sitja uppi með sláturfje og aðrar vörur, sem þá átti að senda með skipinu; það varð öllum hlutaðeigendum að miklum skaða. Eigi að síður höfðu þó gufuskipsferðir Norðmanna nm sumarið unnið mikið gagn að mörgu leyti, bæði með því að greiða sam- göngurnar milli verzlunarstaðauna og setja líf í verzlunina; enn fremur sýndu ferðir þessar, hve mikið gagn íslandi getur verið að því, að gufuskip gangi í kringum landið, og að þótt það sje bundið talsverðum kostnaði, þá sje það þó eigi að síður vinnandi vegur. Þegar á alit er litið, má kalia að næstliðið ár hafi verið gœðaár fyrir ísland í tilliti til verzlunarinnar. Kaupför k o m u snemma að landinu og siglingar þeirra gengu greið- lega fram og aptur um sumarið sökum veðursældarinnar; að eins 4 kaupför strönduðu við landið allt árið, eitt í maímán- uði ( Suðursveit eystra, og þrjú í nóvember, eitt þeirra á Bíldu- dal, annað á ísafirði og þriðja á Hofsós. Vörumagn lands- manna var í mesta lagi, einkum landvaran. Aðflutningar kaupmanna voru einnig í betra lagi, og var hvergi að mun kvart- að um skort á vörubirgðum, svo sem að undanförnu. Verð- lag á innlendum og útlendum vörum var í bezta lagi, en þó einkum á hinni innlendu vöru; verðlag á hinum vanalegu inn- lendu verzlunarvörum var á kauptíð hjer umbilþannig: saltfiskur á 28 rd. skippundið, harður fiskur á 32 rd. skippundið, lýsi á 26 rd. tunnan, æðardúnáTrd. pundið, hvít ull á 64 sk. (56 sk. víð- ast sunuanlands) pundið, mislit ull á 40 sk. pundið, tólg á 18 sk. pundið; verðlag á hinum vanalegu útlendu vörum var á kauplíð hjer um bil þannig: rúgur á 10 rd. tunnan, baunir á 12 rd. tunnan, bankabyggá 13 rd. tunnan, kaffi á 40 sk. pund-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.