Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Qupperneq 23

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Qupperneq 23
ATVINNUVEGIB. 23 ið, sykur á 28 sk. pundið, brennivín á 26 sk. potturinn, nef- tóbak á 60 sk. pundið, munntóbak á 80 sk. pundið. Þegar verðlag þetta er borið saman við verðlagið undanfarin ár, þá má sjá, að hjer er talsverður munur til bóta; raunar hvefur hin útlenda vara nokkuð hækkað í verði, en hin innlenda vara hef- ur að tiltölu hækkað meira; þess ber og að gæta, að hin útlenda vara, sem mest iiefur hækkað, er katfi og brennivín, sem eigi er nein nauðsynjavara og hœgt er að spara, en hin innlenda vara, sem mest hefur hækkað, er ullin, sem er aðalvaran hjá öllum þorra landsmanna. í*að er eptirtakanlegur munur, sem var á ullarverðinu á suðurlandi og annarstaðar á landinu næst- liðið ár; hann hefur að líkindum komið af því, að fyrir austan, norðan og vestan hafa verzlunarfjelögin bœtt verðið, en ef til vill ekki sízt af því, að sunnlendingar hafa miður vandað ullar- verkun sína. S a I a á s auðf je, nautpeningj og h e s t u m hefur verið fremur lítil undanfarin ár, en næstliðið ár fór hún mjög í vöxt. Skozkir fjárkaupmenn og hrossakaupmenn föluðu hver- vetna sauðfje, naut og hesta, og hjeldu markaði við bœndur víða um iand, einkum á Rangárvöllum, í Borgaríirði, Skagafirði og á Austfjörðum; buðu þeir hærra verð fyrir allan fjenað en fyr hefur heyrzt á íslandi: 10—12 rd. fyrir fullorðinn sauð, 8—9 rd. fyrir geldar ær og 6—7 rd. fyrir veturgamalt fje ; 70—80 rd. fyrir meðalnaut, 60—70 rd. fyrir kýr í lakara lagi, og 50— 60 rd. fyrir tarfa og ungneyti; 70—100 rd. fyrir unga og góða hesta, 50—70 rd. fyrir miðaldra áburðarhesta og stóðmerar, og 30—40 rd. fyrir tryppi og gamla klára. Margir ljetu ginnast á hinu háa verði, einkum er peningar voru boðnir út í hönd, og seldu meira af fjenaði, en þeir máltu missa, einkum af hestum; sumstaðar var sagt að boendur hefðu rekið alla hesta sína til markaðar, og orðið að ganga heim aptur; eptir markaði þessa varð og víða örðugt með heyföng og alla aðflutninga sökum hestafæðar; sumir seldu einnig stóðmerarnar og förguðu öllum hestastofni sínum ; minni skaða gjörðu menn sjer með sauðfjársöl- unni og nautasölunni, með því að flestir seldu það eitt af því, er þeir máttu vera án. Eigi er hœgt að segja, hversu mikið hef- ur verið flutt utan af fjenaði af öllu landinu, en frá Reykjavík einni til Granton á Skotlandi voru ílutt nálægt 3000 sauðfjár,

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.