Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Síða 1
L a i) d s t j ó i' n.
J>að er hvorttveggja, að á árinu 1878 hefur fátt sögulegt gjörzt
í stjórnmálum íslands, enda er rúmið í riti þessu svo takmarkað,
að fljótt verður yfir að fara, og verður því að eins meðnokkrum
orðum minnzt á nokkur einstök atriði.
Frumvörp þau, er alþingi 1877 afgreiddi sem lög, og sem
talin eru upp í fyrra árs frjettum, öðluðust flest samþykki
konungs það sama ár. Nokkur þeirra öðluðust aptur fyrst laga-
gildi árið 1878, og voru það þau, er hjer segir:
1. Lög um kirkjutíund í Reykjavíkur lögsagnarumdæmi (lOaur-
ar af hverjum 100 krónum í virðingarverði húsa); samþ.
. 27. febr.;
2. Lög um afnám konungsúrskurðar 13. marz 1833 (um húsa-
leigustyrk handa lyfsalanum í Reykjavík); samþ. 27. febr.;
3. Lög um skipti á dánarbúum og fjelagsbúum, og fl.; samþ.
12. apríl;
4. Lög um vitagjald af skipum (40 aurar fyrir hverja smálest
af skipum, sem hafna sig milli Reykjaness og Snæfellsjök-
uls, en 20 aurar af þeim, sem hafna sig milli Snæfellsjök-
uls og Horns á Hornströndum); samþ. 12. apríl;
5. Lög um lausafjártíund; samþ. 12. júlí;
G. Lög um gjafsóknir; samþ. 12. júlí.
Af lögum þessum eru einkum merkileg skiptalögin, sem
er mikill bálkur, er yfir grípur allt það, er að skiptum lýtur,
og sem áður hefur verið ásundrungu víðsvegar; og þá tíund-
arlögin, er eiga að miða til þess, að gjöra tíundargjaldið ljett-
ara, sanngjarnara og óbrotnara, en það áður hefur verið. Gjaf-
sóknarlögin lúta að því, að takmarka veitingu gjafsókna, og
af stýra þannig óþarfa-kostnaði af almannafje.
Af lögum þeim, er alþingi 1877 hafði samið, voru þrjú,
sem eigi náðu staðfestingu konungs. £að voru lögin um
einkarjett, lögin um fiskiveiðar þegna Danakon-
Fejettik frí íslandi. 1