Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Page 4

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Page 4
4 LANDSTJÓRN. innheimtu sóknargjaldsins; meiri hluti hennar vildi fela hana hreppsnefndunum, en minni hlutinn sjerstökum sóknarnefndum. Borgun fyrir aukaverk skyldi haldast, en hækka, og prestar sjálfir hafa inr.heimtu hennar. Tekjurkirkna lagði nefndin til að yrðu auknar, með því að af nema tíundarfrelsi jarða til kirkna, á- kveða kirkjutíund 3/ioálnar af jarðarhundraði hverju, og lOaura af hverjum 100 kr. í virðingarverði húsa, láta hvern utansóknar sjóróðramann gjalda Vs alin í sætisfisk, hækka legkaup úr 6 álnum í 10 o. fl. Viðvíkjandi innheimtu kirkjugjaldsins var sami ágreiningur sem um innheimtu prestsgjaldsins. Með til- lití til þess, hvort hagfellt mundi vera að afhenda söfnuðunum umsjón og fjárhald kirkna, þá áleit meiri hluti nefndarinnar ekki vera næga ástæðu til að koma fram með uppástungur þar að lútandi; en minni hlutinn lagði áherzlu á það, að gefa söfn- uðunurn kost á að hafa meiri afskipti af málum sínum hjer eptir en hingað til; samkvæmt því samdi hann frumvarp til laga um stjórn safnaðarmála, er framkvæmast skyldi á þann hátt, að haldnir væru safnaðarfundir cinu sinni á ári, og skipaðar sókn- arnefndir, er skyldu vera prestunum til aðstoðar í umsjón með söfnuðunum, og auk þess hafa á hendi umsjón yfir eigum og fjármálum kirknanna, ef söfnuðirnir tækju við þeim. Minni hlutinn samdi einnig frumvarp um það atriði, og lagði þar til, að skila skyldi kirkjum í hendur söfnuðunum, ef meiri hluti sóknarmanna vildi, og eigandi eða forráðamaður kirkju ekki mæltu á móti, ásamt nokkrum öðrum nákvæmari ákvörðunum. Á sýnódus, sem var haldinn í Reykjavík 4. júlí, kom kirkna- og prestamálið eigi til orða. þ>ar var að vanda skipt nokkrum peningum milli uppgjafapresta og prestaekkna, en jafnframt samþykkt, að stiptsyfirvöldin skyldu eptirleiðis hafa tilbúið frumvarp um peningaskiptingu þessa til að leggja fyrir sýnódus, til þoss að flýta fyrir, og gefa ráðrúm til að ræða einhver kirkjuleg mál, svo að sýnódus gæti með tímanum orð- ið annað en nafnið eitt. Á þessum fundi var og þeim fórarni prófasti Böðvarssyni og Hallgrími dómkirkjupresti Sveinssyni falið á hendur að gangast fyrir því, að stofna kirkjulegt tíma- rit. Umboðsstjórnin gjörði nokkrar breytingar á skipun

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.