Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Blaðsíða 6
LANDSTJÓRN.
6
á Reykjanesiá kostnað landssjóðsins, og að nokkru leyti einnig
ríkissjóðsins. Til þess að standa fyrir vitagjörðinni fjekk hún
danskan verkfræðing, Rothe að nafni, og til að segja fyrir múr-
verkum, danskan múrmeistara, að nafni Lyders. Vitaturninn
stendur á hnúk þeim, er Valahnúkur heitir, syðst á Reykjanesi,
á annað hundrað feta yfir sjávarmál. Turninn sjálfur er ná-
lægt 20 fet á hæð, og gjörður úr íslenzku brunagrjóti; ofan á
hann eru settar þykkar látúnsplötur með loptholum, og þar á
ofan er ijóskerið skrúfað og lóðað. í því eru 15 steinolíulamp-
ar, sem hver fyrir sig er felldur í íhvolfa látúnsplötu, er kastar
ljósinu út á sjóinn, í hálfhring; en á land ber það enga birtu.
Vitaljósið er hvítt spegilljós. J>að er 175 feta yfir sjávarfiöt, og
sjest í 19 kvarttnílna fjarlægð. Vitabyggingin gekk fremur ó-
greiðlega, og komst vitinn eigi í gagn fyr en 1. desember.
Eptirleiðis á að loga á vitanum frá 1. ágúst til 15. maí ár hvert,
og verða með fullri birtu frá 60 mínútum eptir sólarlag til 45
mínútum fyrir sólaruppkomu. Við vitann var skipaður vita-
vörður með 800 kr. árlegum launum; handa honum var gjörður
bær, og vegur milli vitans og bæjarins. Kostnaðurinn við vita-
bygginguna og viðhald hans framvegis er ærið mikill, en aptur
er búizt við miklum notum af honum fyrir sjófarendur.
Á gufuskipsferðunum kringum landið var onn
svo að segja engin breyting gjör, þrátt fyrir þá óánægju, sem
hefur verið meðal landsmanna yfir tilhögun þeirra. Alþingi
1877 hafði samið tvær ferðaáætlanir, aðra, er það helzt kaus að
fylgt yrði, en aðra til vara. J>að skoraði á stjórnina, að
taka til greina aðaluppástungu sína um þetta efni, og veitti
stjórninni heimild til að verja til gufuskipsferðanna 3000 kr. á
ári fram yfir það, sem veitt er með fjárlögunum, ef því yrði
framgengt,. Landshöfðingi mælti fastlega með aðaluppástungu
þingsins, og ráðherra íslands var henni sömuleiðis meðmæltur;
en málið strandaði að þessu sinni í innanríkisstjórninni; taldi
hún það mundi spilla fyrir verzlunarviðskiptunum milli Dan-
merkur og Reykjavíkur, að aðhyllast tillögur alþingis, enda
mundi sú tilhögun óráðlegsökum ísa og annara torfærna. Er svo
að sjá, sem kaupmenn hafi enn komið til og drcgið úr málinu.
Hjer varð nú að sitja við að sinni, og var ferðunura hagað líkt