Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Qupperneq 12
12
LANDSTJÓllN.
ingum eða heimildarlausri lyfj averzlun. Um langan
tíma hafa smáskammtalækningar verið tíðkaðar hjer á landi,
fyrst einkum norðanlands, en á síðari árum mest á Suðurlandi.
Hafa hinir reglulegu læknar jafnan amazt við þeim, en aldrei
getað útrýmt þeim nje hnekkt þeim neitt til muna. En þar
eð þessar lækningatilraunir eigi eru heimilaðar í lögum, nje
heldur verzlun með læknislyf fyrir utan lyfjabúðir, hefur opt
verið reynt að stemma stigu fyrir slíku, helzt nú á síðari árum.
Meðalakassar smáskammtalækna hafa verið kyrrsettir og rann-
sakaðir, en optast hefur þeim verið skilað aptur, því að ekkert
saknæmt hefur fundizt í þeim. J>annig var nú kyrrsettur með-
alakassi, er Jakob prestur Guðmundsson á Sauðafelli hafði fengið
frá Kaupmannahöfn. En þegar er hann frjetti þetta, brá hann
við, og fór suður til Reykjavíkur, lögsótti lækni og lyfsaia, er
höfðu verið hvatamenn að kyrrsetningunni, og fjekk þá dæmda
til að greiða sjer skaðabætur fyrir kyrrsetninguna, og svo máls-
kostnað. Aptur var höfðað mál gegn honum fyrir tollsvik á
nokkrum pottum af spiritus, er fylgt höfðu meðölunum; var
hann sektaður í undirrjetti, en dæmdur sýkn í yfirrjetti. —
Málaferli ritstjóra Norðlings, Skapta Jósepssonar, við
þá Berg amtmann Thorberg og Halldór yfirkennara Friðriksson
út af ummælum um þá í blaði hans, lyktuðu með því, að lands-
yfirrjetturinn dæmdi Skapta í sektir, en eigi svo háar, að málinu
yrði skotið til hæstarjettar (50 + 120 kr.); og auk þess í máls-
kostnað. — Jón Olafsson ritstjóri Skuldar lenti í mála-
ferlum við sýslumann Norður-Múlasýslu út af beryrðum í blaði
sínu, og varð að sæta sektum í undirrjetti (100 kr.). — Sektir
Jóns í Gönguhrólfs-málunum gömlu, þær er hann var
dæmdur í af landsyfirrjetti, voru að upphæð 1200 kr., en nú
voru þær eptir bón Jóns með konungsúrskurði lækkaðar um tvo
þriðjunga, eða niður í 400 kr.
í landsyfirrjetti voru nú alls dæmd 31 mál. Af þeirn voru
10 einkamál, en 21 sakamál og opinber lögreglumál.
A t v i n n ii v e g i r.
Árferðið var nú í mörgum hjeruðum landsins að ýmsu