Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Page 13
ATVINNUVEGIR.
13
leyti fremur í lakara lagi, og veðuráttufar engu mildara að öllu
samtöldu enárið áður. Eptir nýáriðvar fyrst hartrúman viku tírna,
en þá brá til hlýinda, er stóðu fram undir marzmánuð, en þó
var opt umhleypingasamt um þessar mundir, og talsverðir snjó-
ar nyrðra. Ilafíshroði sást endur og sinnum fyrir Norðurlandi,
en eigi rak hann algjörlega inn að landinu fyr en seint í marz-
mánuði. Dreif hann þá inn á hvern íjörð og langt suður með
landi að austan. Með ískomunni skipti um veður, sem vant er,
og gjörði harðindi mikil um tíma um Norður- og Austurland,
en óstöðuga tíð og hryðjusama sunnan lands og vestan. Nálægt
miðjum apríl fór ísinn aptur að reka frá landinu og dreif til hafs.
J>á batnaði tíðarfarið aptur hvervetna, sjer í lagi á Suðurlandi.
Jörð tók að leysa upp, og töluverður gróður var kominn
víða snemma í maí. En nær miðjum maímánuði skipti aptur
um. ísinn rak aptur að landinu og inn á hverja vík; það var
borgarís, fullur af snjó; stóð svo um hríð, að hafþök voru fyrir
öllu Norður- og Austurlandi, svo að hvergi sá út yfir; en seint
í maí rak ísinn aptur frá, alfarinn að mestu. J>egar ísinn rak
að landinu í seinna sinnið, gjörði hörkur um allt land, og með-
an hann var landfastur, var hvervetna kuldatíð. Yfir höfuð var
vorið upp frá því kalt og fremur þurrviðrasamt víðast um land,
þangað til í miðjum júnímánuði, en upp frá því gjörði fyrst reglu-
lega sumarblíðu; víðast hvar var þó heldur gróðurlítið. Frá því
snemma í júlímánuði og fram undir miðjan september var þerrilítið
og rosasamt á Suðurlandi, og líkt viðraði á Vesturlandi nema þar
var þurrviðrasamara í ágústmánuði; en á Norður- og Austurlandi
var tíðarfarið gagnstætt lengst af um þennan tíma, með því að
þar voru sífelld þurrviðri. Um miðjan september gjörði hríðaráfelli
yfir allt land, með frosti og fannfergju nyrðra ogeystra; það stóð
hjer um bil í viku; upp frá því var allgóð tíð sumstaðar nyrðra
fram á haustið, en miklu lakari á Austurlandi. Sunnan lands
og vestan var haustið kalt og þurrviðrasamt. Seint í október
dundi annan áfellið yfirallt land með miklu ofsaveðri; það stóð
einnig nálægt viku. Eptir það var haustið fremur hryðjusamt
þangað til seint í nóvember, en þaðan frá voru stillt veður, en
mikil frost allt til ársloka. Nálægt jólum varð vart við hafís-
hroða fyrir Norðurlandi, en hann hörfaði frá aptur um nýárið.