Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Side 17
ATVINNUVEGIR.
17
dýralæknis Snorra Jónssonar tókst að steinma stigu fyrir því,
að hún breiddist út.
Sjávaraflinn heppnaðist nú víða fremur vel, og sum-
staðar afbragðs-vel, og mátti að því leyti telja gott árferði. í
Faxaflóa, er undanfarin ár hafði verið því nær fiskilaust, varð
nú aptur vel fiskivart. í Garðsjó í sunnanverðum flóanum fór
þegar að fiskast um nýárið, og nokkru síðar færðist fiskurinn
innar í flóann. Lóðir voru lagðar niður, en tekin upp handfæri,
og aflaðist nú um tíma vel á færi, þegar gaf að róa, en gæftir
voru mjög stopular sökum umhleypinganna, er gengu um þær
mundir. |>á er farið var að leggja netin í miðjum marzmán-
uði, tók að aflast ágætlega í hinum syðri veiðistöðvum við fló-
ann, og hjelzt það á lengstan hluta vertíðarinnar, þegar gæftir
ekki hömluðu. Á Innnesjum afiaðist einkum á færi, en færa-
fiskur hvarf að mestu snemma í apríl. Vetrarvertíðin varð
fremur endaslepp, en yfir höfuð urðu hlutir víðast í góðu með-
allagi, og fiskurinn vænn. Á vorvertíðinni aflaðist allvel í fló-
anum, einkum á þilskipin. Aptur aflaðist þar fremur treglega
um sumarið og haustið á opin skip. Austanfjalls á Suður-
landi var afli í minna lagi á vetrarvertíðinni, nema við Eyrar-
bakka, og sömuleiðis í Vestmannaeyjum, enda voru gæftir aust-
anfjalls optlega stirðar. Kring um Jökul aflaðist sæmilega á
vetrarvertíðinni, lítið um sumarið, en vel um haustið. í Bol-
ungarvík og víðar vestur þar var ágætur afli á vetrarvertíð-
inni. Um sama leyti var bezti afli í Steingrímsfirði. í
Eyjafirði var góður afli framan af vetri, þá er gaf að róa,
en jókst, þegar kom fram í apríl, og veiddist þá fiskur upp um
ís. Um vorið fiskaðist þar ágæta-vel, svo að annálsvert þykir.
Að áliðnu sumri aflaðist þar aptur allvel, og sömuleiðis um
liaustið. Hvergi annarstaðar nyrðra varð aðkvæðamikill afli.
Á Austfjörðum fiskaðist vel um vorið og ágætlega um surn-
arið, en nokkuð minna um haustið, enda hömluðu þá stirðar
gæftir. J>að er talið, að flutt liafi verið út um 40,000 skippund
af saltfiski þetta ár, og þar af langmest að tiltölu af ísafirði.
Síldarveiði var um veturinn á Eyjafirði, um vorið á ísafirði,
og ágæt á Seyðisfirði og víðar eystra um sumarið. Hákarls-
aflinn var víða með minna móti, einkurn norðanlands, og olli
FltJETTIR FRÁ ÍSLANDI. 2