Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Qupperneq 19

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Qupperneq 19
ATVINNUVEGIR. 19 Annað mál, sem nokkuð á skylt við þetta, varð nú einnig mikið umræðuefni í fiskiverunum við Faxaflóa. þ>að var um fiskiverkun, og sjer í lagi um verkun og vöndun á saltfiski, er til þessa hefur þótt mjög ábótavant, sjer í lagi þetta árið, og miður en á Vesturlandi. Um þetta sömdu menn nú einnig nýj- ar reglur, er fylgja skyldi eptirleiðis. Af fje því, er alþingi veitti til eflingar sjávarútvegi, var fyrrum alþingismanni Einari Guðmundssyni á Hraunum í Skagafjarðarsýslu veittur 500 kr. styrkur til þess að ferðast til Noregs, og kynna sjer þar bátasmíði Norðmanua, veiðigögn, að- ferð við veiðiskap, hirðingu og meðferð á afla m. fl., og lofað jafnmiklum styrk næsta ár, ef hann gæfi út skýrslu um ferð sína og um það, í hverju menn hjer á landi geti tekið veiðiskap Norðmanna til fyrirmyndar. í Njarðvíkum, sunnanvert við Faxaflóa, vildl til óvenjulegt happ seint í júlímánuði, þar sem þar voru unnin yfir 200 marsvín. Jafnskjótt og menn urðu varir við, að torfan var komin inn undir land, brugðu menn við, og fóru út með svo mörg skip og menn, sem unnt var að ná saman í snatri bæði úr Njarðvíkum og úr Keflavík. Tóku menn að elta þau með ópum og grjótkasti, til þess að reka þau á land, en þau sluppu hvað eptir annað úr höndum þeirra, með því að hvorki var nægur mannafli nje viðbúuaður, þar sem slíkt ber svo sjaldan að hjer við land. í hópnum voru nokkrir höfrungar, og ollu þeir mestum óróanum. Loksins hlupu þeir á land, og þá urðu marsvínin auðsóttari. Tókst þá að reka þau á land á Njarð- víkurfitjum, og voru þau þar lögð og stungin til bana. Afl- anum var skipt í landhlut og veiðihluti; landhlutnum var skipt eptir jarðarmegni hvers eins ábúanda í Njarðvíkum, en hinum hlutnum jafnt milli þeirra, er að veiðinni voru. Aflinn var metinn nokkurra þúsunda króna virði. Hvalrekar urðu nokkrir. Stóran hval rak í Mjóafirði að áliðnum vetri; hann hljóp lifandi á land, og var þegar unn- inn. Um sumarið rak tvo hvali eystra, annan í Loðmundar- firði, en annan í Borgarfirði. Um haustið rak hval á Laufás- fjörum, og tvo á Tjörnesi. Trjárekar voru sagðir góðir víða nyrðra, einkum framan af vetri. 2*

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.