Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Page 21
ATVIN- UVEGffi.
21
ið er hið eina fjelaga þessara, sem tekið hefur nokkrum veru-
legurn þroska, og stendur hagur þess enn sem fyr með miklum
blóma. Fjelagið hefur nú enn keypt einn verzlunarstað, nefnil.
Grafarós í Skagafirði, svo að nú befur fjelagið verzlun í flest-
um sýslum norðanlands og austan. Ársgróði fjelagsins 1877
var talinn 3000 kr., en gróði þess frá upphafi 79000 kr.,
og hlutabrjef seld alls 1791. Nú hafði það 10 skip í för-
um, og verzlaði með vörur upp á 420000 kr. Fjelagið ráð-
gjörði nú, í þeim tilgangi að minnka verzlunarskuldir, að þeir,
sem skulduðu fjelaginu, skyldu frá 1879 greiða 5 af hundr-
aði í.vöxtu af skuldum sínum, og sömufeiðis skyldu þeir, sem
inni ættu, fá 5% í vöxtu af því, er þeir ættu hjá verzluninni.
|>á var ráðgjört að gjöra eptirleiðis verðmun á ull eptir gæðum,
að því leyti sem því yrði við komið. í stöku verzlunum öðr-
um voru einnig, að sögn, gjörðar nokkrar tilraunir til að koma
á betri vöruvöndun. J>ar á móti hefur minna verið reynt að
stemma stigu fyrir skuldum, enda var það síður tiltækilegt í
ekki betra verzlunarári. íslenzkar vörur frá árinu fyrir höfðu
almennt selzt illa erlendis, og kaupmönnum þótti eigi arðvæn-
lega líta út fyrst um sinn. Verðlag á vörum fór nokkuð eptir
þessu. í Eeykjavík var hvít ull á kauptíð á 75—80aura pund-
ið, mislit á 55 aura, saltfiskur á 45 krónur skippundið, liarð-
fiskur á 65 kr. skippundið, lýsistunnan á 40 kr., tólgarpund á
35 aura, smjörpund á 60 til 65 aura. Af útlendum vörum var
rúgtunnan 20kr., bánkabyggstunnan 32 kr., baunatunnan 28kr.,
kaffipund 1 kr., sykur 45—50 aura pundið, brennivín 75 aura
potturinn, o. s. frv. Líkt þessu varð verðlag vestaulands. Á
Norðurlandi og Austurlandi var verð hærra á ulf, en aptur sum-
staðar einnig hærra á kaffi og sykri; að öðru leyti líkt. Korn-
vara og kol voru ýmist seld eptir vigt eða máli. Haustverzlun var
eigi sjerlega Qörmikil þetta ár, og fjártaka víða minni, en verið
hefur stundum að undanförnu. Mest kvað að fjárverzlun Skota
á Austfjörðum og Eyjafirði. Af Oddeyri iluttu þeir hjer um bil
1340 sauði, en af Eskifirði og Djúpavogi bjer um bil 950.
Hvern sauð keyptu þeir að jafnaði á 18—20 kr. Fjártökuverð
í verzlunum var 15—20 aurar fyrir kjötpund, 30—35aurar fyrir
mörpund, og 30—35 aura fyrir pund í gæru. Yfir höfuð var