Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Side 27

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Side 27
MENNTIR. 27 einhverjum hinum merkasta kafla í sögu lands vors, og er sam- ið mjög skipulega. Raunar hefur ýmislegt verið áður skráð um siðbótina, en bæði er það á sundrungu og fremur í annáls- en sögu-sniðí, og svo hafa þeir, er það hafa ritað, flestir verið of nærri siðbótinni, til þess að þeir gætu dæmt um atburðina hlutdrægnislaust. En hjer er sagt frá siðbótinni í einni heild, með tildrögum hennar og afleiðingum, viðburðirnir raktir á sögulegan hátt, og sýnt samband þeirra hvern við annan, án nokkurra hleypidóma. Efninu er svo fyrir komið, að fyrst er í inngangi stutt ágrip af kirkjusögu landsins frá því, er kristni hófzt og fram að siðbótinni; þá kemur siðbótarsagan sjálf, en síðast er eptirmáli, er segir frá afleiðingum siðbótarinnar og og skipun kirkjunnar eptir siðaskiptin. Registur fylgir. Að öllu er rit þetta vel úr garði gjört, og yfir höfuð eitt hið merkasta rit, er samið hefur verið hjer á landi á síðari árum. í almennri sagnafræði var eitt rit gefið út, nefnilega Ágrip af mannkynssögunni, eptir Pál Melsteð, fyrra hepti, er nær yfir fornaldarsöguna og fyrri hluta miðaldasögunnar. |>essi mannkynssaga er hin þriðja, sem þessi merki sagnaritari hefur gefið út. Mun hún eiukum vera ætluð alþýðumönnum og al- þýðlegum skólum og til undirbúnings undir lærðan skóla, enda virðist hún svara vel til þess. Skipulag hennar er hið bezta, og á henni er sami snilldarblær og málfegurð, sem höfundinum er svo laginn. J>á var jafnframt gefið útÁgrip af landafræði, samið að mestu eptir danskri alþýðukennslubók, frumritaðri af Ed. Erslev, prófessori, sem er nafntogaður landafræðingur, og liefur samið margar landafræðisbækur, er hafa rutt sjer til rúms í Danmörku. Að samningu bókar þessarar í hinum ís- lenzka búningi hafa unnir fjórir fræðimenn: Páll Melsteð, Jón prestur Bjarnason, sem nú er í Nýja íslandi, forvaldur Thor- oddsen, náttúrufræðingur, sem nú er í Kaupmannahöfn, og Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar, er lagt hefur síðustu hönd á, og sjerstaklega hefur samið kaflann um ísland. Sem nærri má geta er bókin vel úr garði gjörð, er svo margir og góðir lær- dóinsmenn hafa um hana fjallað, enda er hún sjerlega fróðleg og efnisrík, ekki stærri en hún er. En með því að það er kunnugt, að landafræði, hversu efnisrík sem hún er, er eins og

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.