Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Page 34

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Page 34
34 MENNTIB marz sjömenn í nefnd til þess, aö endurskoða sálmabók- ina. pessir menn voru prestaskólakennari Helgi Hálfdánar- son, skólakennari Steingrímur Thorsteinson, ritstjóri Mattías Jochumsson, prófastur Björn Halldórsson í Laufási, og prest- arnir Páll Jónsson á Yöllum (nú í Viðvík), Stefán Thorarensen á Kálfatjörn og Valdimar Briem í Hropphólum. Fimm nefnd- armanna áttu fund mcð sjer í Reykjavík 5. júlí (nefndarmenn- irnir að norðan gátu ekki komið), og var sjera Helgi Hálfdán- arson þá kjörinn formaður nefndarinnar. Biskupinn gaf nefnd- inni frjálsar hendur um það, hvernig hún vildi haga hinni fyrir- huguðu endurbót, og rjcð nefndin þá af, að stofna til nýrrar sálmabókar, er leyft yrði á sínum tíma að nota við guðsþjón- ustu ásamt hinum cldri sálmabókum. Gjört var ráð fyrir, að þessi nofndarstörf mundu taka upp nokkuð langan tírna, og að þeim mundi cigi lokið fyr en að nokkurra ára fresti. M a n n a I á t. Meðal þeirra íslenzkra merkismanna,er önduðust á ári því, er hjer um ræðir, má fyrst og fremst telja Gísla Magnússon, skólakennara. Hann sigldi í júlímánuði til Skotlands til þess að leita sjer lækninga, og dó í Edinburgh 24. ágústm., og var þá 63 ára gamall (f. i5h 1815). Gísli var maður flugskarpur, en nokkuð annarlegur í gáfnafari, sem lýsti sjer einkum í hinurn forneskjulega stýl hans og rithætti. Hann var af mörgum álit- inn einhver skarpasti og lærðasti málfræðingur á öllum Norður- löndum, þó að fátt eitt liggi eptir hann á prenti. Hann lagði einkum stund á latínu og grísku, er hann kenndi jafnan í skól- anum, og forntungu Norðurlanda; og auk þess gaf hann sig tals- vert við hinni samanberandi málfræði. Hann var skólakennari nærfellt í 30 ár, og gegndi jafnan embætti sínu með mikilli alúð og skyldurækni. Annar merkastur maður, er Ijezt á þessu ári, var Sigurður Gunnarsson, prestur á Hallormsstað og fyrrum prófastur í Suður-Múlasýslu. Hann andaðist 22. nóvbr., 66 ára að aldri. Hann var höfðingi rnikill í hjeraði sínu, og gaf sig mjög við þjóðmálum og margs konar góðum og nytsöm- um fvrirtækjum. Hann átti og um tíma setu á alþingi. Hver-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.