Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Page 36

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Page 36
36 MANNALÁT. og bóndi á Krossanesi, miðaldra. Af öðrum mönnum úr bæuda- stjett má nefna þá Jón Jónsson, umboðsmann í Vík í Vest- ur-Skaptafellssýslu, er dó 27. apríl, og fórarinn Háll- grímsson á Ketilstöðum á Völlura, er dó um liaustið; þeir voru báðir merkir menn í mörgu, og voru rúmlega miðaldra, er þeir dóu. Meðal þeirra íslenzkra merkiskvenna, er dóu á árinu, voru einkum kunnar: Ágústa Jolinsen, dóttir Gríms amtmanns Jónssonar; hún dó í Kristjánsdalsklaustri á Sjálandi 1. apríl, nálægt 57 ára. Elín Jónassen, dóttir jústizráðs Magnúsar Stepheusens í Vatnsdal, en kona Theódórs Jónassens, sýslu- manns í Hjarðarholti; liún dó í Reykjavík 5. apríl, nálægt 39 ára. Guðný Benidiktsdóttir, kona f>órarins prófasts Erlendssonar á Hofi í Álptafirði; hún dó 8. maí, 76 ára. Sig- ríður þórðardóttir Stephensen, dóttir þ>órðar Bjarnar- sonar, kanselfíráðs í Garði, en ekkja þeirra sjera Tómasar Sæ- mundssonar á Breiðabólstað og jústizráðs Ólafs Stephensens í Viðey; hún dó 30. sept., 75 ára. Jóhanna Kristjana Gunnlaugsdóttir, dóttir kammerráðs Gunnlaugs Briems á Grund, en ekkja prestanna Gunnars Gunnarssonar í Laufási og þ'orsteins Pálssonar á Hálsi. Húu dó 23. okt., 65 ára. Frá íslcndingum í Vesturheimi. Mannflutningar frá íslandi til Vesturheims urðu nú nokkru meiri en árið áður. Svo er sagt, að vesturfarar hafi að þessu sinni orðið samtals 422. Af þeim fóru hátt á annað hundrað til Nýja-íslands, um 100 til Ontario, um 100 til Minnesota í Bandaríkjum, nokkrir lil Kýja-Skotiands, og enn nokkrir á aðra staði. Vesturfarar voru flestir af Austurlandi og Norðurlandi. Frá Nýja-íslandi, sem er aðalbyggð íslendinga fyrir vest- an haf, mætti þegar gjöra nokkra sögu, en hjer er eigi rúm i'yrir nema örstutt yfirlit yfir hagi landa vorra vestur þar. í þessum þætti í frjettum fyrra árs er þess getið, hvernig Ný-Islendingar komu fyrir stjórnarmálum sínum og kirkjumál- um. Á stjórnarhögum þeirra hefur síðan lítil breyting orðið.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.