Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Qupperneq 38

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1878, Qupperneq 38
38 FRÁ ÍSLENDINGUM í VESTURIIEIML sjón hjá mönnum um alla nýlenduna, og kom það þá upp, að 116 heimili mundu vera allvel stödd, og jafnmörg önnur eigi aílagsfær, en 23 að kalla bjargarlaus. í söfnuðum Páls prests sáu menn eigi annað ráð vænna cn að leita hans, og biðja hann að útvega sjer styrk nokkurn til að geta lifað. Hann tók því vel, og leitaði til trúarbræðra sinna í Banda- ríkjum, er þegar urðu við áskorun hans, og sendu söfnuðum hans drjúgan styrk til framfæris þeim í bráðina. fessu til- tæki reiddust margir í hinum söfnuðunum, kölluðu þetta betl, og þótti ómannlegt að leita svo fljótt á náðir annara, í stað þess að reyna að bjargast sjálfir í lengstu lög. Af þessu varð enn óþokki með flokkunum, enda var trúarágreiningurinn þá jafnframt. En þó að bjargbón þessi væri gjörð í góðu skyni, varð hún þó til þess að koma því orði á, að nýlendan væri enn aumlegar á sig komin, en hún í rauninni var. Bráð- um rjettist nokkuð úr, því tíðarfarið var yfir höfuð mjög gott um veturinn. Vorið var nokkru kaldara að sínu leyti, og svo sumarið. pó varð uppskera sæmileg víða. Hveiti, mais og baunir spruttu allvel, og sömuleiðis kartöíiur, cn miður aðrir garðávextir. Kvikfjárrækt er enn lítil í nýlendunni, en því meira munar ura fiskiveiðarnar, Winnipeg-vatnið er eitt með fiskisælustu vötnum, og befur veiði í því mjög sjaldan brugð- izt, þá er til þess hefur náð. Hefur það bjargað mörgum, og er svo sagt, að trauðlega mundu nýlendumenn hafa bjarg- azt f hjeraði þessu, ef þeir hefðu eigi notið vatnsins. Árferð- ið mun þannig að öllu samanlögðu liafa mátt heita í meðal- lagi. Skarlatssótt og mislingasótt stakk sjor niður á stöku stað, en að öðru leyti var heilsufar gott í nýlendunni. Hagur nýlendunnar stendur yfir höfuð fremur tæpt. Eitt af því, sem einna-mest stendur henni fyrir þrifum, er vega- og samgönguleysi, sem virðist vera enu tilíinnanlegra þar en lijer. Viðskipti nýlendumauna við Ameríkumenn eru eigi mikil cnn, enda er eigi öðrum en íslendingum leyft að nema þar land. Nýlendumenn sjálfir eru eigi á eitt sáttir um það, hvort banna oigi öðrum en íslondingum aðgang að landinu eða eigi, og er um það nokkur ágreiningur milli hinna mest málsmet- andi manna þar. Sumir þeirra vilja opna nýlenduna, eða

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.