Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Síða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1902, Síða 2
2 spöl áður hún kemur að Vatnsdalsfjalli. Þar á eyrunum er vað á henni, og er þar hinn eini staður á löngu færi, sem alfaravegur gat legið yfir þessa á, þó lítil sé; er það bæði vegna þess, að fyrir ofan og neðan liggja fjöllin snarbrött að henni, og líka vegna þess, að þetta er hið eina vað á henni, sem liggur á eyrum og er á vetrum lengur fært en annar- staðar. Lengra upp með ánni norðvestanmegin, fyrir innan norðaustur- horn Öldunnar, er láglent svæði gagnvart norðurhorni Þríhyruings. Það er kallað Hrappstaðanes, og öðru nafni Smiðjunes Þar er eyðibærinn Hrappstaðir, sem eg hefi ritað um í Arbók fornleifafél. 1898, bls. 22—23; gat eg þess þar, að sú er ætlun manna, að þetta séu Hrappstaðir þeir, er Njála nefnir, kap. 91. En líka gat eg þess, að hvergi þætti jafnlíklegt og þar, að verið hefði bærinn »Undir Þríhyrningu, þar sem Starkaður bjó. Sýndi eg fram á, að þetta gæti verið rétt hvorttveggja, án þess eg fullyrði neitt um það. Að visu var mér kunnugt, að ýmsir aðrir, og þar á ineðal Kaalund (hist. topogr. Beskr. af Island bls. 233), hafa komizt að þeirri nið- urstöðu, að bærinn »Undir Þrihyrntngi« mundi vera sami bær og sá, sem nú heitir Vatnsdalur. En það hefir mér eigi sýnst liklegt. Bæði er það, að sá bær stendur eigi undir Þrihyrningi sjálfum, heldur góðan spöl frá honum undir öðru fjalli, — hefði fremur mátt heita: Undir Vatnsjelli, — og svo hefði Þorkell bundinfóti þá sett bæ sinn í það land, sem »Hængr hafði . . . undir sér«, og utan við sitt eigið landnám. Og þar sem ýms- ir, og þar á Kaalund (1 sömu bók bls. 234) hafa gizkað á, að Holt, þar sem Hróðný bjó, sé sami bær og Reynifell, þá eykur það ólíkindin. Því þegar smalamaður Hróðnýjar leitaði fjárins suður á Sámstaðaheiði, er hann fann Höskuld veginn, þá hefði bærinn »Undir Þríhyrningh verið þar í milli, ef hann hefði verið þar, sem Vatnsdalur er. Þó hygg eg það rétt til getið, að Holt sé sama sem Reynijell, þ. e. a. s. landið að meira eða minna leyti, en ekki bærinn sjálfur: Undir suðurhorni Reynifellsöldu, nið- ur við eyrarnar þar sem Fiská rennur og vaðið er, má sjá rúst allmikla, sem eigi getur annað verið en bæjarrúst, þó tóftaskipun sjáist nú eigi lengur. Hníga allar líkur að því að bærinn Holt hafi staðið þar; hefir hann haft nafn sitt af öldunni, sem þá hefir verið skógi vaxin; viðlíka skógarhæðir voru vanalega kallaðar holt. Seinna hefir skógurinn eyðst og Aldan blásið upp en bærinn farið af. Þar eftir hefir Aldan gróið upp, sem auðséð er á henni, og þá hefir bær verið gerður norðvestan undir henni og kallaður Reynijell. A Njálu dögum mun Vatnsdalur eigi enn hafa verið bygður, en Hróðný beitt fénaði sínum suður í Vatnsfell: og er þá alt eðlilegt um ferðir smalamanns. Vaðið mun hafa haft nafn af bæn- um, — sem var þar svo nærri, — og heitið Holtsvað. Að vísu er Fiská svo lítil, að í fljótu áliti sýnist ólíklegt, að vaði á henni hafi verið gefið sérstakt nafn. En þau ólíkindi hverfa þegar þess er gætt, að alfaravegur hlaut að liggja þar yfir, en gat eigi legið annarstaðar í nánd. Þykist ,eg

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.