Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Page 1
Hörgsdalsfundurinn.
Eftir
Björn M. Ólsen og Daniel Bruun.
Inngangsorð.
Vorið 1890 eða 1891 var Arni bóndi Flóventsson i Hörgsdal í Mí-
vatnssveit að graía firir hlöðu í túninu skamt norður frá bænum. Varð
þá firir honum djúpt í jörðu grjótbálkur, er gekk unt þvera hlöðugröfina,
og á bálkinum nær miðju hans lá aflangur hellusteinn með bolla, og virt-
ist hellan vera eldborin að ofan. I mörg ár lá fundur þessi í þagnargildi
og vissu ekki aðrir um haun enn nágrannar og kunningjar Arna bónda.
Arið 1897 var kapt. Daniel Bruun á ferð um Þingeijarsíslu, og fjekk hann
þá óljósa fregn um fundinn hjá Jóni bónda Þorkelssini á Víðikeri1; bað
hann Jón grenslast betur eftir um fundinn og rita rektor Birni M. Ólsen
um hann. Þetta gerði Jón bóndi sama haust, enn Björn M. Olsen afhenti
brjefið forseta hins ísl. Fornleifafjelags, dócent Eiríki Briem. Var það þá
ráðið, að fjelagið skildi láta rannsaka þetta betur, svo fljótt sem efni og
ástæður leifðu. Leitaði forseti samninga við Arna bónda í Hörgsdal um
leifi til að grafa þar í túninu, og sumarið 1900 var fornfræðingur fjelags-
ins Brynjólfur Jónsson sendur þangað til að uudirbúa rannsóknina. ^ikirsla
hans um árangurinn af þessari ferð er prentuð í Arbók Fornleifafjelagsins
1901, 7.—11. bls., og leifum við okkur að taka úr henni það, sem nú
skal greina:
»Hörgsdalur heitir bær í Mívatnssveit. Hann stendur i litlu daldragi
uppi í heiðinni vestur frá Gautlöndum. Eftir daldraginu rennur lækur
sá, er mindar upptök Reikjadalsár.2 Nafn bæjarins bendirtil, að hannhafi
1) Sbr. Daniel Bruun, Nokkrar eiðibigðir í Árnessíslu, Skagafjarðar-
döluin og Báröardal (Filgirit við Árb. Fornleifafjel. 1898) 68. bls.
2) Rjettara væri: eina af uppsprettum Reikjadalsár, því að uppgprett-
urnar eru fleiri.
1