Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Page 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Page 5
henni, sem ekki fnndust. Hægðarleikur var að setja brotin sarnan og kom þá fram aflöng hella nteð óreglulegum röðum. Lengdin var mest 35 þuml., breiddin mest 27 fmml., þiktin mest 8 þuml. nálægt miðju, enn frá miðjunni þintist hellan út til raðanna, sem vóru hvassar viðast hvar. Ifirborð hennar, sem upp hafði snúið í grjótbálkinum, var víða ó- sljett, og nálægt miðju sást óreglulegur bolli (a), 2'/s þutnl. á dipt og að þvermáli 4^/2 þuml. langsetis eftir hellunni enn 63/4 þuml, þegar mælt var urn helluna þvcra. Verið getur að litill bolli óreglulegur að lögun og svipaður þessum hafi verið, þar sem b stendur á mindinni — þar virtist vanta nokkrar flísir. Neðra iíirborð bellunnar virtist vera nokkru sljettara. Þess skal enn getið, að efra ifirborð hellunnat virtist bera merki þess, að á þvi hefði brunnið eldur mikill; það var svartleitt að lit og á brotunum sást, að litur þessi náði l/i—1 þuml. inn í steininn. Enn um það verða jarðfræðingar að dæma, hvort þessi litur hefur komið á stein- inn af því, að eldi hefnr verið kint á honum, eða af náttúrunnar völdum.1 I grend við Hörgsdal eru varla neinir stórir steinar, heldur verður að flitja þá að sjer langar leiðir, ef á þarf að halda. Litli bollasteinninn var geimdur hjá Arna bónda (sbr. mindablað VII, 5. mind). Hann var hjer urn bil 8 þuml. að þvermáli og 3 þuml- ungar á þikt um miðjuna. Bollinn, sem í hann var klappaður, var mjög reglulegur, 1 þuml. á dípt og 3 þumh að þvermáli. Skirsla bóndans um steinana hafði þannig reinst rjett i öllum aðalatriðum. Við reindum nú að finna, hve langt gólfskánin næði og hvort vegg- ir væri í kring um haua, og hvort nokkrar leifar stæðn eftir óhaggaðar af grjótbálki þeim, sem bóndinn hafði fundið og tekið upp að nokkru. Eins og sést á mindablaði VI, i. mind, vóru grafnar grafir þvert og endi- langt firir utan hlöðuna, og sömuleiðis voru þeir partar hlöðunnar rifnir niður, sem helst þóttu líkur til, eftir því sem á rannsóknina leið, að und- ir væri eitthvað merkilegt eða athugavert. Því miður hafði heigarður staðið, þar sem nú var suðurendi hlöðunn- ar, og þar suður af, og sömuleiðis var nú mikjuhaugur firir utan suðvest- urhorn hlöðunnar, og sagt var, að smiðja, sem reist var um 1820, hefði áður staðið út frá landsuðurhorninu.2 Jarðvegurinn suður og útsuður frá hlöðunni var því ekki líklegur til mikils árangurs. Samt sem áður ljetum við þetta eitki aftra okkur frá að grafa þar sem annars staðar, og kom sá 1) Síðan þetta var ritað; hefur jarðfræðingurinn cand. mag. Helgi Pjetursson skoðað helluna, og er það skoöun hans, að svarti liturinn á efra borði hennar stafi af því, að eldi hafi verið kint á henni. 2) Mindablað VI, l. og 3. mind, þar sem stafurinn L stendur.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.