Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Qupperneq 6
gröftur að allgóðu haldi, þegar hann var borinn saman við gröftinn á öðrum stöðum, því að það kom í ljós, að hjer hafði upphaflega iegið all- stórt ferhirnt hús, aflangt, sem hafði snúið eins og hlaðan, þannig að hún lá innan í hinu gamla húsi norðanverðu. Að vestan og norðan snerti itri brún hlöðuveggjanna hjer um bil innri brún hinna fornu húsveggja; aft- ur á móti lá austurveggur hlððunnar firir innan austurvegg hússins, enn jafnhliða honure. Og sömuleiðis sást, að suðurgafl hlöðunnar lá um þvert innan í hinu forna húsi sunnanverðu jafnhliða suðurgafli þess.1 Innri brún norðurgaflsins á hinu forna húsi sást glögt i) á þvi, að þar fundust allmargir steinar, sem höfðu takmarkað vegginn að innanverðu, 2) á því að firir utan (norðan) þessa steina fundust í jarðveginum greini- legar leifar af torfvegg, sem hafði hruuið niður og hafði verið hlaðinn úr leirkendu og sandblendnu mírartorfi samskonar og finst i mírunum norð- ur frá bænum, 3) og loks á þvi, að hingað, og ekki lengra norður á við, náði gólfskán sú, er fir var getið. Hið svarta sandlag, sem var undir gólfskáninni, og gula sandlagið undir því sást aftur á móti alstaðar, hvar sem grafið var, í grend við hið forna hús, og við fundum það jafnvel svo sem 150 ál. þaðan i gröf undir annari hlöðu austar á túninu. Til að vita, hvað hæft væri í sögu Arna bónda um grjótbálkinn, grófunt við inn undir hlöðuveggina bæði að austan og vestan út undan þeim stöðum, þar sem hann sagði að bálkurinn hefði verið. Fundum við vesturenda grjótbálksins einmitt á þeim stað, sem hann benti til. Hjer var ofan á gólfskáninni hjer um bil 2 feta breitt lag eða hrúga af smá- steinum, eldbornum og sótugum; hæðin frá gólfi var 1 fet. Steinarnir lágu þjett og á milli þeirra fundust viðarkolaagnir stórar og smáar, ein- staka háltbrunnar leifar af hrískvistum og nokkrar hálfbrunnar beinhnútur. Sömuleiðis tókst okkui að finna austurenda bálksins. Grjótið í honum var meira enn helmingi stærra enn grjótið i vesturendanum; vóru stein- arnir likir teningi i lögun, nál. 6 þuml. á kant, og vóru grjótlögin tvö, hvort ofan á öðru. Arni bóndi skírði frá, að grjótið í bálkinum, sem hann tók upp inni í hlöðugröfinni, hfeði víðast verið líkt þessu grjóti, sem við fundum í austurendanum. Ofan á þessum steinum fundum við einstaka sótuga og eldborna steina samskonar og í vesturendanum.2 Itri brún vesturveggjar sást mjög glögt í nirðra hluta veggjarins; fundust þar í röð allstórir steinar, sem höfðu verið undirstöðusteinar veggjarins að utanverðu, og slitnaði þó sumstaðar steinaröðin í sundur. Veggir hússins höfðu verið nijög þikkir (5—6 fet á þikt). Að norðan var itri brún gaflhlaðsins líka mjög greinileg. Að austan var veggurinn greinilegur norðan til og eins siðst; þar fanst greinilega suðausturhorn 1) Sbr. mindablað VI, 1.—3. mind. 2) Sbr, mindabl, VI, 2. og 3. mind og VIII, 1. og 2. mind.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.