Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 8
8 4 sleinar og ofan á f>eim lá stór hella, er gnæfði ifir bálkinn með allri þikt sinni. Grjótið i bálkinum var sótugt og blandað kolaögnum, ösku og hálfbrendum beinaleifum. Ljóst var, að þverbálkur þessi hafði ekki verið undirstaða undir vegg eða þili, og að þar hafði ekki verið neitt skilrúm milli norðurendans og suðurendans annað enn tómur bálkurinn. Þar sem bálkurinn stóð óhagg- aður, í austur- og vesturenda, fundust engar menjar af torfvegg, er á hon- um hefði hvilt, firir ofan hann í þverskurði jarðvegsins. Á gólfinu, einkum í nirðri hluta hússins, fanst talsvert af kolaögn- um á við og dreif. Ekki var þó neitt, sem benti til, að húsið hefði farist í eldsvoða. Að svo hafi ekki verið, sjest meðal annars á trjjleifum þeim, sem fundust óbrendar í norðurhorninu nálægt stoðarsteininu n, sem áður er getið. Vafalaust er, að hjer hefur verið eldað, enn það hlítur að hafa verið gert í einhverjum sjerstökum tilgangi, því að ekki getur hjer verið um vanalegt eldhús að ræða. Hjer hafa ekki fundist neinar vanalegar eld- húshlóðir, því að hellan, sem hvíldi á steinunum fjórum, er alt annars eðlis, enda mundi hafa fundist meira af kolurn og ösku í hlóðunum undir hell- unni, ef þetta heíðu verið reglulegar eldhúshlóðir, og þá væri ekki heldur gott að segja, til hvers hinn lági grjótbálkur hefði verið notaður — hann var að sögn Árna bónda um 2 fet á hæð. Þeir fáu búshlutir, sem fundust, eru engin sönnun firir því, að húsið hafi verið útibúr eða eitt- hvert annað af hinum vanalegu bæjarhúsum, því að bríni gat komið í góðar þarfir við öll þau störf, er eggjárn þurfti til, t. d. ef þurfti að slátra skepnum, og um kljásteinana og snældusteininn má hugsa sjer, að þeir hafi tínst þarna eða orðið eftir síðarmeir, þegar hætt var að nota húsið til þess, sem það var ætlað til frá öndverðu. Bæjarhúsin hafa og að sögn Árna bónda alt af legið á þeim hinum sama stað og bærinn stendur nú, eða svo sem 50—100 álnir suður frá hinni fornu rúst, og á það benda líka öskuhaugarnir, sem eru þar rjett hjá bænum; eru þeir furðu stórir, þegar á það er litið, að bigð lagðist hjer niður að staðaldri um aldamótin r 300. Skamt firir vestan fornu rústina eru á túninu aðrar vallgrónar tóftir, enn þær hafa bersínilega verið peningshús. Mestar líkur virðast vera til þess, að hin forna rúst sje leifar af gömlu blóthúsi frá heiðni. Nafnið Hörgsdalur sínir, að hjer hefur í heiðni verið einn af þeim helgidómum eða blótstöðum, er nefndir vóru hörgar, og sinist alt mæla með því, að hjer sje fundinn hinn gamli hörgur bæj- arins. I hinum almennu athugasemdum hjer á eftir munum vjer leiða rök að því, að hörgar gátu verið og vóru stundum hús. Hjer heíur fundist hús með grjótbálki utn þvert, er skiftir þvt í 2 ójafna parta. Alveg sama firirkomulag er á flestum þeim hofum e.ða blóthúsum, sem fundist hafa áður. Þau skiftast vanalega í tvent, aðalhúsið og afhúsið, og er þar bálkur eða veggur á milli, og engar sannanir eru framkomnar firir því, að sá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.