Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Síða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1903, Síða 10
IO land, Hörgsnes1, enn hvergi er það hjer á landi, svo að jeg viti, haft í samsetningum með goðaheitum, og ekki heldur í Noregi, og er það f)ó altítt þar í örnefnum2. I nínorsku þíðir orðið stundum shóp, flokk, fjölda, einkum af dírum, enn þó líka haft um menn« (Ásen), stundum »fjallshnúk eða tind, helst um einstaka hnúka, stóra« (Ásen), »bratta enn flata að of- an« (Ross). Ásen heldur, að horg í þíðingunni ,hópur, flokkur fjöldi' sje annað orð enn horg, ,fjallshnúkur‘, enn þetta er vafasamt, einkurn af því að orðið (harg) getur líka í nísænsku þítt fjölda eða »safn af ein- hverju« (Rietz)3 4. I fornháþísku og engilsaxnesku hefur orðið tvær þíðingar:1 )= lund- ur,2) heiðinn helgidómur, altari eða blóthús (Grafl IV, 1015. Wright- Witlcker, Anglosaxon and Old English Vocabularies, 2. útg. I 433, 501, 503, 517, 519). í engilsaxnesku getur það líka táknað ,skurðgoð‘. Merki- legt er, að orðið kemur líka firir í fornsænsku í þíðingunni ,þjettvaxinn runnur af ungum trjám1 (Rietz). Sumir hafa ætlað, að hin upphaflega þíðing orðsins væri ,gr)óthrúga‘K. Enn þar er það á móti, að það er ósannað, að orðið hatí haft þessa þíð- ingu í öðrum málum enn Norður-landamálum. Mundi það ekki geta verið af sömu rót og fornnorskt- -fornisl. herr, gotn. harjis, fornsaxn. og fornháþískt heri, engilsaxn. og fornfris. herel Og frumþíðingin ,fjöldi, hópur, samkundafi Ur þessari þíðingu virðist mega leiða allar þíðingar orðsins með eðli- legu móti. Samkomur germanskra þjóða í heiðnum sið vóru, að því er virðist, jafnan samfara blótum. Hafi hörgur táknað mannfjölda eða samkundu, þá er það sjálfsagt, að það hefur getað táknað ,mannfjölda, sem kom saman til blóta1. Enn þá lá mjög nærri, að orðið væri einnig haft um sam- komustaðinn, þann stað, þar sem menn komu saman til blóta, blótstaðinn (sbr. gr. áyopá upphaflega ,samkoma, þing‘, síðar ,samkomustaður‘, ‘þing- staður1). Enn nú vóru blótin vanalega haldin á fornhelgum stöðum, einkum í lundum eða á hæðum eða fjöllum uppi. Tacitus talar um átrúnað Germana á lunda5, og Landnáma segir, að Þórir snepill landnámsmaður, 1) Sbr. Kr. Kálund, Hist.-topogr. beskrivelse af Island II, registrið; Vilh. H. Finsen, Islenskt bæjatal, Kh. 1885, 37. bls. 2) 0. Rygh, Norske gárdnavne, Forord og indledning 58—59. bls. 3) Ross virðist líka hallast að þeirri skoðun, að hjer sje um tvær þíð- ingar hins sama orðs að ræða (Ross, Norsk ordbog, undir orðinu horj 1.) 4) T. d. 0. Rygh, Norske gardnavne. Forord og indledning 58.—59. bls. Sömuleiðis að því er virðist Fritzner (sjá 2. útg. undir orðinu hörgr). 5) Tac. Germania 9. k.: lucos ac nemora consecrant.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.